Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 09:01 John Arne Riise er ósáttur við sektina sem nú er ljóst að hann verður að greiða. Getty/Andrew Powell Norðmaðurinn John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool, þarf að greiða 40.000 norskar krónur í sekt fyrir að kynna erlent veðmálafyrirtæki á Instagram-síðu sinni. Þetta er niðurstaðan eftir að norska happdrættisnefndin [Lotterinemda] ákvað að taka kæru Riise ekki til greina og þannig staðfesta sekt happdrættiseftirlitsins [Lotteritilsynet] fyrr á þessu ári. Riise var sektaður vegna myndefnis frá pókermóti í Brasilíu sem hann samþykkti að deila í gegnum Instagram-síðu sína. Hann var óánægður og hafði mótmælt sektinni, og bent á að hann sendi happdrættiseftirlitinu tölvupóst föstudaginn 11. apríl, þar sem hann sagði frá myndunum og vildi ganga úr skugga um að þær hefðu mátt birtast. Hann fékk svar næsta þriðjudag um að svo væri ekki og tók myndefnið út í kjölfarið. Sektina fékk Riise því vegna þeirra fjögurra daga sem myndefnið var sýnilegt á hans síðu og nam sektin 10.000 norskum krónum fyrir hvern dag, eða samtals um hálfri milljón íslenskra króna. John Arne Riise tapte på alle punkter: Må betale pokerbot https://t.co/eDBJFhiDMs— VG Sporten (@vgsporten) December 4, 2025 Riise hafði fengið tilkynningu um mögulegar dagsektir í febrúar, tveimur mánuðum fyrir pókermótið í Brasilíu, og var það skýr niðurstaða happdrættisnefndarinnar að hann hefði átt að vita betur en að birta myndefnið án þess að leyfi lægi fyrir. Ekki var tekið undir það sjónarmið að svar eftirlitsins í apríl hefði borist seint, við bréfinu sem Riise sendi. Sendi tölvupóst eftir að efnið var birt Samkvæmt VG var bréf Riise, sem hann sendi þegar hann var á mótinu í Brasilíu, svohljóðandi: „Ég hef samband við ykkur vegna spurningar. Ég er í Brasilíu á pókerviðburði. Ég spila póker og þeir hafa gert myndband og taggað mig um upplifun mína og ýmislegt í kringum ferðina o.s.frv. Ég hef bara samþykkt myndbandið þeirra á Instagram hjá mér. Þetta er ekki fjárhættuspil eða neitt slíkt, bara póker. Vildi bara láta vita af þessu og heyra hvort það sé í lagi? Ég hef ekki taggað neitt.“ Hann lauk svo bréfinu á að skrifa: „Sendi þennan póst bara til upplýsingar, svo ég geri ekkert rangt.“ Niðurstaðan byggi á breyttum lögum Niðurstaðan er hins vegar sú að hann hafi brotið af sér og þessu fagnar Trude Felde, yfirráðgjafi hjá happdrættiseftirlitinu: „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að við höfum túlkað reglurnar rétt,“ sagði Felde við VG. „Þetta er í fyrsta skipti sem við notum heimildina sem gefur okkur rétt til að ákveða þvingunarúrræði fyrirfram. Við fengum þetta tækifæri þegar lögum um fjárhættuspil var breytt árið 2023. Þetta snýst um að elta þá sem brjóta ítrekað lög um fjárhættuspil, en leiðrétta það svo fljótt aftur með því að eyða færslum,“ sagði Felde. Riise er 45 ára gamall. Hann lék með Liverpool á árunum 2001-08 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann lék einnig með Monaco, Roma og Fulham, sem og fleiri liðum auk þess að spila 110 A-landsleiki fyrir Noreg. Fjárhættuspil Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir að norska happdrættisnefndin [Lotterinemda] ákvað að taka kæru Riise ekki til greina og þannig staðfesta sekt happdrættiseftirlitsins [Lotteritilsynet] fyrr á þessu ári. Riise var sektaður vegna myndefnis frá pókermóti í Brasilíu sem hann samþykkti að deila í gegnum Instagram-síðu sína. Hann var óánægður og hafði mótmælt sektinni, og bent á að hann sendi happdrættiseftirlitinu tölvupóst föstudaginn 11. apríl, þar sem hann sagði frá myndunum og vildi ganga úr skugga um að þær hefðu mátt birtast. Hann fékk svar næsta þriðjudag um að svo væri ekki og tók myndefnið út í kjölfarið. Sektina fékk Riise því vegna þeirra fjögurra daga sem myndefnið var sýnilegt á hans síðu og nam sektin 10.000 norskum krónum fyrir hvern dag, eða samtals um hálfri milljón íslenskra króna. John Arne Riise tapte på alle punkter: Må betale pokerbot https://t.co/eDBJFhiDMs— VG Sporten (@vgsporten) December 4, 2025 Riise hafði fengið tilkynningu um mögulegar dagsektir í febrúar, tveimur mánuðum fyrir pókermótið í Brasilíu, og var það skýr niðurstaða happdrættisnefndarinnar að hann hefði átt að vita betur en að birta myndefnið án þess að leyfi lægi fyrir. Ekki var tekið undir það sjónarmið að svar eftirlitsins í apríl hefði borist seint, við bréfinu sem Riise sendi. Sendi tölvupóst eftir að efnið var birt Samkvæmt VG var bréf Riise, sem hann sendi þegar hann var á mótinu í Brasilíu, svohljóðandi: „Ég hef samband við ykkur vegna spurningar. Ég er í Brasilíu á pókerviðburði. Ég spila póker og þeir hafa gert myndband og taggað mig um upplifun mína og ýmislegt í kringum ferðina o.s.frv. Ég hef bara samþykkt myndbandið þeirra á Instagram hjá mér. Þetta er ekki fjárhættuspil eða neitt slíkt, bara póker. Vildi bara láta vita af þessu og heyra hvort það sé í lagi? Ég hef ekki taggað neitt.“ Hann lauk svo bréfinu á að skrifa: „Sendi þennan póst bara til upplýsingar, svo ég geri ekkert rangt.“ Niðurstaðan byggi á breyttum lögum Niðurstaðan er hins vegar sú að hann hafi brotið af sér og þessu fagnar Trude Felde, yfirráðgjafi hjá happdrættiseftirlitinu: „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að við höfum túlkað reglurnar rétt,“ sagði Felde við VG. „Þetta er í fyrsta skipti sem við notum heimildina sem gefur okkur rétt til að ákveða þvingunarúrræði fyrirfram. Við fengum þetta tækifæri þegar lögum um fjárhættuspil var breytt árið 2023. Þetta snýst um að elta þá sem brjóta ítrekað lög um fjárhættuspil, en leiðrétta það svo fljótt aftur með því að eyða færslum,“ sagði Felde. Riise er 45 ára gamall. Hann lék með Liverpool á árunum 2001-08 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann lék einnig með Monaco, Roma og Fulham, sem og fleiri liðum auk þess að spila 110 A-landsleiki fyrir Noreg.
Fjárhættuspil Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira