Körfubolti

19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda

Valur Páll Eiríksson skrifar
LeBron James skoraði minna í nótt en hann er vanur. Raunar eru tæplega 1.300 leikir síðan hann skoraði svo fá stig.
LeBron James skoraði minna í nótt en hann er vanur. Raunar eru tæplega 1.300 leikir síðan hann skoraði svo fá stig. GEtty/Ronald Martinez

Lebron James skoraði í gær átta stig í leik Los Angeles Lakers við Toronto Raptors. Hann hefur ekki skorað færri en tíu stig í leik frá því í janúar 2007.

James hafði fyrir gærkvöldið leikið 1.297 leiki í röð í NBA-deildinni þar sem hann skorar tíu stig eða fleiri.

Hann virtist þó ekki upptekinn af tölfræðinni í leik næturinnar. Staðan var jöfn 120-120 á lokasekúndunum þar sem James hafði færi til þess að sækja á körfuna. Þess í stað gaf hann boltann á Rui Hachimura sem setti niður flautukörfu til að vinna leikinn, 123-120.

James hótaði því að enda ótrúlega hrinu sína í síðustu viku þegar hann skoraði aðeins tíu stig en hún er nú á enda. Síðast skoraði hann undir tíu stig í leik 6. janúar 2007, fyrir 6.908 dögum síðan.

Leikirnir þar sem James hefur skorað færri en tíu stig á sínum ferli í deildinni eru níu talsins, en hann hefur oftar farið í úrslitaeinvígi deildarinnar (10 sinnum) heldur en skorað svo fá stig í leik.

Eftir sigur næturinnar hafa Lakers unnið 16 leiki en tapað fimm á leiktíðinni. Liðið situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Oklahoma City Thunder sem hefur farið frábærlega af stað, unnið 21 af 22 leikjum sínum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×