Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar 6. desember 2025 13:00 Ég hef oft reynt að skilja réttlæti og þá er ég ekki að tala um lagalegt réttlæti sem er skráð og rökstutt, heldur mannlegt réttlæti. Það sem fer fram í augnaráði, svipbrigðum eða stuttri athugasemd og getur mótað líf manns. Þetta réttlæti er brothætt, viðkvæmt og stundum ótrúlega skammlíft. Ég upplifði það af fullri alvöru þegar ég mætti í viðtal við Háskóla Íslands, viðtal sem átti að fjalla um framtíð mína í námi, en varð í staðinn að myndrænni sýningu á því hvernig réttlæti getur brugðist þegar það fer út úr kerfinu og í hendur einstaklinga. Það er oft sagt að dómur hafi upphaf og endi og að refsingu ljúki þegar maður hefur staðið skil á því sem kerfið krafðist. En það er hálfsannleikur. Dómurinn sjálfur er bara hluti af ferðalaginu. Hitt ferðalagið, það sem enginn talar um, getur haldið áfram árum saman. Það byrjar þegar dómurinn er fallinn, þegar ferlin eru kláruð og maður heldur að lífið geti haldið eðlilega áfram. Það ferðalag byrjar þegar sakavottorðið verður að skugga sem fylgir manni hvert sem maður fer. Sakavottorð á að vera staðfesting á staðreyndum. Skjal sem segir frá ákvörðun dómstóla eða lagalegri niðurstöðu. Það á ekki að vera mat á manni, persónuleg túlkun eða opinber stimplun sem fólk notar eftir eigin hentisemi. Samt verður það stundum þannig. Í höndum sumra breytist sakavottorðið úr upplýsingum í vopn, ekki vegna þess sem þar stendur, heldur vegna þess sem fólk ímyndar sér. Það þarf ekki að vera neitt stórt sem stendur þar, það dugar að þar standi eitthvað. Sá sem ber skugga fortíðar býr alltaf við þá hættu að einhver annar noti hana sem ástæðu til að draga í efa framtíð hans. Ég fékk dóm, ég stóð skil og ég tók ábyrgð. Í flestum kerfum ætti það að duga. En samfélag sem treystir meira á orðspor en upplýsingar leitar alltaf eftir því sem hægt er að setja í hólf. Sakavottorð er þægilegt hólf, það er einfalt að lesa skjalið og hafa skoðun. Það er flóknara að ræða við manneskjuna sjálfa. Ég uppgötvaði þetta þegar ég sótti um að klára meistaragráðuna mína við Háskóla Íslands í Hagnýtri atferlisgreiningu. Ég var kominn rúmlega hálfa leið í gegnum námið, með vel yfir fyrstu einkunn, sterk meðmæli og reynslu úr krefjandi starfsnámi. Ég átti von á viðtali sem myndi fjalla um fræðin, áherslur mínar og framtíðarmarkmið. Í stað þess var mér mætt með efasemdir sem höfðu lítið með námið að gera. Það var spurt hvort ég ætti yfirhöfuð heima í náminu? Hvort það væri of erfitt fyrir mig? Hvort ég væri „fræðimaður“ eða ekki? Á einum tímapunkti fann ég mig jafnvel spyrja, hálfur af undrun og hálfur af varnarleysi, hvort verið væri að gefa í skyn að ég væri einfaldlega of heimskur til að stunda námið. Svarið sem ég fékk var „ekki beint“, en það fól í sér þá afstöðu að ég ætti frekar heima í einhverju „einfaldara“, eins og kennaranámi, þar sem það væri mér auðveldara að „hafa áhrif og kenna börnum“ en að sinna fræðunum sjálfum. Ég sneri mér við til að kanna hvort ég væri staddur í einhverjum Fóstbræðra „skets“ en svo var ekki. Mér finnst þetta ljót framkoma og sem kennari vona ég að ég komi aldrei fram við nokkurn mann með þessum hætti. Svo kom sakavottorðið inn. Ekki sem meginatriði, ekki sem hindrun sem byggði á reglum, heldur sem hliðardyr sem voru opnaðar til að styðja við efasemdir sem voru þegar til staðar. „Sumir skólar vilja hreint sakavottorð,“ var sagt við mig, þó að þeir skólar hefðu aldrei verið spurðir. „Það gæti orðið erfitt að koma þér í starfsnám,“ var bætt við, þó að engin staðfesting lægi fyrir. Sakavottorðið var ekki vandamál. En það varð að táknmynd sem gaf þeim sem sátu á móti mér leyfi til að draga úr mér, réttlæta eigin fyrir fram mótaðar skoðanir og búa til rök sem héldu ekki vatni. Í miðju viðtalinu áttaði ég mig á því að þetta snerist ekki um hæfni, ekki um fræði og alls ekki um námsárangur. Þetta snerist um viðhorf. Það snerist um hugmynd þeirra um mann sem hafði brotið af sér og ætti að vera ánægður með að fá yfirleitt að sitja þarna. Þetta snérist um vald, ekki vald kerfisins, heldur vald einstaklinga. Þetta var ekki dómur, heldur mat tveggja einstaklinga sem höfðu þegar ákveðið að ég passaði ekki inn í þeirra hugmynd um fræðasvið sem þær vildu verja. Þegar fólk notar sakavottorð sem óbeint vopn gerist það án þess að segja það upphátt. Það þarf ekki að segja „við viljum þig ekki vegna fortíðar þinnar“. Það nægir að nefna fortíðina. Og skyndilega er ábyrgðin á þér, þú þarft að sanna þig, útskýra þig og verja þig. Það er undarlega auðvelt fyrir þá sem sitja hinum megin borðsins því þeir þurfa ekki að segja neitt skýrt, þeir þurfa bara að gefa í skyn. En það sem særði mig mest var ekki sakavottorðið, það var hvernig það var notað. Ekki sem skjal, heldur sem tæki til að ýta mér út. Það var sem fortíð mín hefði orðið þeim að hentugum hlekk sem þær gátu togað í þegar þær vildu réttlæta eitthvað sem hafði í raun ekkert með sakavottorðið að gera. Myndin sem þær bjuggu til af mér var ekki byggð á því sem þar stóð, heldur á eigin fyrir fram mótuðum hugmyndum, menntahroka og misbeitingu valds. Það er erfitt að réttlæta slíka framkomu, en enn erfiðara er að lifa við það að vita að sakavottorðið, skjal sem átti að endurspegla ferli sem var lokið, geti orðið uppspretta nýrrar refsingar. Ekki frá réttarkerfinu, heldur frá einstaklingum. Dómurinn hafði runnið sitt skeið. En fordómar þeirra lifðu áfram. Það er þversögn sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, að samfélagið geti í raun skapað langvarandi afleiðingar sem dómstólar töldu að ætti að vera lokið. Samt lærði ég eitthvað mikilvægt af þessu. Ekki hvað skjal segir um mig, heldur hvað það getur sagt um aðra. Sakavottorð prófar mann ekki, það prófar samfélagið. Það sýnir hvar fólk stendur þegar það fær tækifæri til að sýna samkennd eða hroka, virðingu eða yfirburði. Það er ekki fortíð mín sem er prófuð, það er framtíð þeirra sem slá mann út af borðinu án þess að kynna sér málin. Ég er sammála því að sakavottorðið sé mikilvægt skjal, og það sem þar stendur getur haft áhrif á tækifæri fólks. En réttlæti er tvíeggja sverð, það getur verið grimmt þegar það er sett í hendur þeirra sem sjá aðeins fortíð, en það getur líka verið svo sætt þegar það er notað til að gefa fólki annað tækifæri. Ég skrifa þetta til að minna á að réttlæti lifir ekki í gagnagrunnum helstu menntastofnunar landsins, Háskóla Íslands, sem á að vera vagga menntunar, fræða og mannúðar. Réttlæti lifir í því hvernig við tökum á móti fólki, hvernig við lesum sögur þess og hvort við treystum því að manneskja geti vaxið. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef oft reynt að skilja réttlæti og þá er ég ekki að tala um lagalegt réttlæti sem er skráð og rökstutt, heldur mannlegt réttlæti. Það sem fer fram í augnaráði, svipbrigðum eða stuttri athugasemd og getur mótað líf manns. Þetta réttlæti er brothætt, viðkvæmt og stundum ótrúlega skammlíft. Ég upplifði það af fullri alvöru þegar ég mætti í viðtal við Háskóla Íslands, viðtal sem átti að fjalla um framtíð mína í námi, en varð í staðinn að myndrænni sýningu á því hvernig réttlæti getur brugðist þegar það fer út úr kerfinu og í hendur einstaklinga. Það er oft sagt að dómur hafi upphaf og endi og að refsingu ljúki þegar maður hefur staðið skil á því sem kerfið krafðist. En það er hálfsannleikur. Dómurinn sjálfur er bara hluti af ferðalaginu. Hitt ferðalagið, það sem enginn talar um, getur haldið áfram árum saman. Það byrjar þegar dómurinn er fallinn, þegar ferlin eru kláruð og maður heldur að lífið geti haldið eðlilega áfram. Það ferðalag byrjar þegar sakavottorðið verður að skugga sem fylgir manni hvert sem maður fer. Sakavottorð á að vera staðfesting á staðreyndum. Skjal sem segir frá ákvörðun dómstóla eða lagalegri niðurstöðu. Það á ekki að vera mat á manni, persónuleg túlkun eða opinber stimplun sem fólk notar eftir eigin hentisemi. Samt verður það stundum þannig. Í höndum sumra breytist sakavottorðið úr upplýsingum í vopn, ekki vegna þess sem þar stendur, heldur vegna þess sem fólk ímyndar sér. Það þarf ekki að vera neitt stórt sem stendur þar, það dugar að þar standi eitthvað. Sá sem ber skugga fortíðar býr alltaf við þá hættu að einhver annar noti hana sem ástæðu til að draga í efa framtíð hans. Ég fékk dóm, ég stóð skil og ég tók ábyrgð. Í flestum kerfum ætti það að duga. En samfélag sem treystir meira á orðspor en upplýsingar leitar alltaf eftir því sem hægt er að setja í hólf. Sakavottorð er þægilegt hólf, það er einfalt að lesa skjalið og hafa skoðun. Það er flóknara að ræða við manneskjuna sjálfa. Ég uppgötvaði þetta þegar ég sótti um að klára meistaragráðuna mína við Háskóla Íslands í Hagnýtri atferlisgreiningu. Ég var kominn rúmlega hálfa leið í gegnum námið, með vel yfir fyrstu einkunn, sterk meðmæli og reynslu úr krefjandi starfsnámi. Ég átti von á viðtali sem myndi fjalla um fræðin, áherslur mínar og framtíðarmarkmið. Í stað þess var mér mætt með efasemdir sem höfðu lítið með námið að gera. Það var spurt hvort ég ætti yfirhöfuð heima í náminu? Hvort það væri of erfitt fyrir mig? Hvort ég væri „fræðimaður“ eða ekki? Á einum tímapunkti fann ég mig jafnvel spyrja, hálfur af undrun og hálfur af varnarleysi, hvort verið væri að gefa í skyn að ég væri einfaldlega of heimskur til að stunda námið. Svarið sem ég fékk var „ekki beint“, en það fól í sér þá afstöðu að ég ætti frekar heima í einhverju „einfaldara“, eins og kennaranámi, þar sem það væri mér auðveldara að „hafa áhrif og kenna börnum“ en að sinna fræðunum sjálfum. Ég sneri mér við til að kanna hvort ég væri staddur í einhverjum Fóstbræðra „skets“ en svo var ekki. Mér finnst þetta ljót framkoma og sem kennari vona ég að ég komi aldrei fram við nokkurn mann með þessum hætti. Svo kom sakavottorðið inn. Ekki sem meginatriði, ekki sem hindrun sem byggði á reglum, heldur sem hliðardyr sem voru opnaðar til að styðja við efasemdir sem voru þegar til staðar. „Sumir skólar vilja hreint sakavottorð,“ var sagt við mig, þó að þeir skólar hefðu aldrei verið spurðir. „Það gæti orðið erfitt að koma þér í starfsnám,“ var bætt við, þó að engin staðfesting lægi fyrir. Sakavottorðið var ekki vandamál. En það varð að táknmynd sem gaf þeim sem sátu á móti mér leyfi til að draga úr mér, réttlæta eigin fyrir fram mótaðar skoðanir og búa til rök sem héldu ekki vatni. Í miðju viðtalinu áttaði ég mig á því að þetta snerist ekki um hæfni, ekki um fræði og alls ekki um námsárangur. Þetta snerist um viðhorf. Það snerist um hugmynd þeirra um mann sem hafði brotið af sér og ætti að vera ánægður með að fá yfirleitt að sitja þarna. Þetta snérist um vald, ekki vald kerfisins, heldur vald einstaklinga. Þetta var ekki dómur, heldur mat tveggja einstaklinga sem höfðu þegar ákveðið að ég passaði ekki inn í þeirra hugmynd um fræðasvið sem þær vildu verja. Þegar fólk notar sakavottorð sem óbeint vopn gerist það án þess að segja það upphátt. Það þarf ekki að segja „við viljum þig ekki vegna fortíðar þinnar“. Það nægir að nefna fortíðina. Og skyndilega er ábyrgðin á þér, þú þarft að sanna þig, útskýra þig og verja þig. Það er undarlega auðvelt fyrir þá sem sitja hinum megin borðsins því þeir þurfa ekki að segja neitt skýrt, þeir þurfa bara að gefa í skyn. En það sem særði mig mest var ekki sakavottorðið, það var hvernig það var notað. Ekki sem skjal, heldur sem tæki til að ýta mér út. Það var sem fortíð mín hefði orðið þeim að hentugum hlekk sem þær gátu togað í þegar þær vildu réttlæta eitthvað sem hafði í raun ekkert með sakavottorðið að gera. Myndin sem þær bjuggu til af mér var ekki byggð á því sem þar stóð, heldur á eigin fyrir fram mótuðum hugmyndum, menntahroka og misbeitingu valds. Það er erfitt að réttlæta slíka framkomu, en enn erfiðara er að lifa við það að vita að sakavottorðið, skjal sem átti að endurspegla ferli sem var lokið, geti orðið uppspretta nýrrar refsingar. Ekki frá réttarkerfinu, heldur frá einstaklingum. Dómurinn hafði runnið sitt skeið. En fordómar þeirra lifðu áfram. Það er þversögn sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, að samfélagið geti í raun skapað langvarandi afleiðingar sem dómstólar töldu að ætti að vera lokið. Samt lærði ég eitthvað mikilvægt af þessu. Ekki hvað skjal segir um mig, heldur hvað það getur sagt um aðra. Sakavottorð prófar mann ekki, það prófar samfélagið. Það sýnir hvar fólk stendur þegar það fær tækifæri til að sýna samkennd eða hroka, virðingu eða yfirburði. Það er ekki fortíð mín sem er prófuð, það er framtíð þeirra sem slá mann út af borðinu án þess að kynna sér málin. Ég er sammála því að sakavottorðið sé mikilvægt skjal, og það sem þar stendur getur haft áhrif á tækifæri fólks. En réttlæti er tvíeggja sverð, það getur verið grimmt þegar það er sett í hendur þeirra sem sjá aðeins fortíð, en það getur líka verið svo sætt þegar það er notað til að gefa fólki annað tækifæri. Ég skrifa þetta til að minna á að réttlæti lifir ekki í gagnagrunnum helstu menntastofnunar landsins, Háskóla Íslands, sem á að vera vagga menntunar, fræða og mannúðar. Réttlæti lifir í því hvernig við tökum á móti fólki, hvernig við lesum sögur þess og hvort við treystum því að manneskja geti vaxið. Höfundur er mannvinur og kennari
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun