Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 15:11 Max Verstappen gerði sitt í dag og verður á ráspól á morgun. Getty/Mark Thompson Max Verstappen ætlar að gera allt sem í hans veldi stendur til þess að verða heimsmeistari í fimmta sinn á morgun og hann náði tveimur bestu tímunum í tímatökunni í dag. Verstappen verður því á ráspól í Abu Dhabi á morgun en keppinautar hans um titilinn á morgun koma hins vegar í næstu tveimur sætum og allt útlit fyrir gríðarlega spennandi lokakeppni á morgun. Lando Norris hjá McLaren er efstur í keppni ökuþóra með 408 stig, tólf stigum á undan Verstappen og sextán stigum á undan liðsfélaga sínum Oscar Piastri. Þetta þýðir að Norris getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn á morgun með því að ná einu af þremur efstu sætunum því þá skiptir röð annarra ekki máli. Ef Norris nær ekki á pall þá er hins vegar möguleiki fyrir Verstappen sem orðið hefur heimsmeistari síðustu fjögur ár í röð. QUALIFYING CLASSIFICATION P1 Verstappen P2 NorrisP3 Piastri Roll on race day!! #F1 #AbuDhabiGP pic.twitter.com/f6z4bCKXjB— Formula 1 (@F1) December 6, 2025 Verstappen náði afgerandi forystu í tímatökunni í dag þegar hann fór á 1:22,295 mínútu í næstsíðustu tilraun en tókst svo jafnframt að bæta sig í lokahringnum sínum. Norris kom næstur á eftir honum, 0,201 sekúndu á eftir Verstappen, og Piastri varð svo þriðji rétt á eftir liðsfélaga sínum, eða 0,230 sekúndu frá Verstappen. George Russell var funheitur á æfingu í morgun en endaði í 4. sæti í tímatökunni, alls 0,438 úr sekúndu á eftir Verstappen. Ljóst er að Verstappen þarf að reiða sig á hjálp frá að minnsta kosti tveimur keppendum til að geta orðið meistari á morgun, eða á slæm mistök Norris. Bein útsending frá lokakeppninni á morgun hefst klukkan 12:30 á Sýn Sport Viaplay. Akstursíþróttir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Verstappen verður því á ráspól í Abu Dhabi á morgun en keppinautar hans um titilinn á morgun koma hins vegar í næstu tveimur sætum og allt útlit fyrir gríðarlega spennandi lokakeppni á morgun. Lando Norris hjá McLaren er efstur í keppni ökuþóra með 408 stig, tólf stigum á undan Verstappen og sextán stigum á undan liðsfélaga sínum Oscar Piastri. Þetta þýðir að Norris getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn á morgun með því að ná einu af þremur efstu sætunum því þá skiptir röð annarra ekki máli. Ef Norris nær ekki á pall þá er hins vegar möguleiki fyrir Verstappen sem orðið hefur heimsmeistari síðustu fjögur ár í röð. QUALIFYING CLASSIFICATION P1 Verstappen P2 NorrisP3 Piastri Roll on race day!! #F1 #AbuDhabiGP pic.twitter.com/f6z4bCKXjB— Formula 1 (@F1) December 6, 2025 Verstappen náði afgerandi forystu í tímatökunni í dag þegar hann fór á 1:22,295 mínútu í næstsíðustu tilraun en tókst svo jafnframt að bæta sig í lokahringnum sínum. Norris kom næstur á eftir honum, 0,201 sekúndu á eftir Verstappen, og Piastri varð svo þriðji rétt á eftir liðsfélaga sínum, eða 0,230 sekúndu frá Verstappen. George Russell var funheitur á æfingu í morgun en endaði í 4. sæti í tímatökunni, alls 0,438 úr sekúndu á eftir Verstappen. Ljóst er að Verstappen þarf að reiða sig á hjálp frá að minnsta kosti tveimur keppendum til að geta orðið meistari á morgun, eða á slæm mistök Norris. Bein útsending frá lokakeppninni á morgun hefst klukkan 12:30 á Sýn Sport Viaplay.
Akstursíþróttir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira