Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 23:11 Feðgarnir reka síðasta loðdýrabúið á Íslandi. Vísir/Sigurjón Síðasti loðdýrabóndinn sem er eftir á Íslandi segist fara hvergi og er vongóður um að bjartari tímar séu framundan. Íslendingar verði að vakna og koma bændum til varnar en fimm loðdýrabændur hættu starfsemi í lok nóvember. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“ Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“
Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira