Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Meistara­deildinni og Bónus deildin

Aron Guðmundsson skrifar
Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld
Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld

Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld. Stórleikur Real Madrid og Manchester City í Meistaradeildinni fer fram á Santiago Bernabeu og þá er leikið í Bónus deild kvenna í körfubolta. 

Meistaradeild Evrópu

Níu leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld en hægt verður að fylgjast með þeim öllum á Sýn Sport í Meistaradeildarmessunni undir stjórn Guðmundar Benediktssonar og hefst sá þáttur klukkan hálf átta. 

Þá er tveimur leikjum nú þegar lokið í deildinni. Leikur Villarreal og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan korter í sex og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 2. Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur verið iðinn við kolann með FCK í Meistaradeildinni og verður gaman að sjá hvort hann fái að spreita sig gegn spænska liðinu. 

Þá mætast Qarabag og Ajax á sama tíma í leik sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay

Klukkan átta hefst svo stórleikur Real Madrid og Manchester City. Sá leikur er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 2

Bayer Leverkusen tekur á móti Newcastle United á sama tíma í beinni útsendingu á Sýn Sport 3. Á Sýn Sport 4 er svo sýnt beint frá leik Dortmund og norska liðinu Bodö/Glimt.

Topplið Meistaradeildarinnar fyrir þessa umferð, Arsenal, heimsækir belgíska liðið Club Brugge í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. 

Að leikjum kvöldsins loknum taka Meistaradeildarmörkin við á Sýn Sport. Þar fara sérfræðingar stöðvarinnar yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins. 

Bónus deild kvenna

Tveir leikir í Bónus deild kvenna í körfubolta fara einnig fram í kvöld og eru þeir báðir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Sýnar. 

Á Sýn Sport Ísland tvö klukkan korter yfir sex hefst leikur Stjörnunnar og Tindastóls og klukkan korter yfir sjö tekur topplið Njarðvíkur á móti Val en aðeins tveimur stigum munar á liðinum í deildinni þegar tíu umferðir hafa verið leiknar. Sá leikur er sýndur á Sýn Sport Ísland.

Að þessum leikjum loknum tekur Bónus körfuboltakvöld kvenna við á Sýn Sport Ísland. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×