Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2025 09:03 Ungir leikmenn á borð við Mattías Kjeld gætu fengið stærra hlutverk hjá Val á komandi árum, miðað við stefnu félagsins. vísir/Diego Knattspyrnudeild Vals er sú eina í höfuðborginni sem ekki hefur teflt fram liði í fyrri hluta Reykjavíkurmóts 2. flokks karla nú í nóvember og desember. Yfirþjálfari segir ákvörðunina hafa verið tekna í ágúst. Reykjavíkurmótinu er nú skipt upp í tvo hluta og hefur Valur ekki tekið þátt í fyrri hlutanum en verður með í þeim seinni, eftir áramót. Félagið dró sig einnig úr Bose-mótinu sem vissulega er fyrir meistaraflokk en hefur verið vettvangur fyrir yngri leikmenn, eins og sýndi sig til dæmis í leik Víkings og ÍA um síðustu helgi. Því hefur ekkert mót frá október og til áramóta getað nýst fyrir leikmenn Vals á 2. flokks aldri til þess að sýna sig og sanna, eins og jafnaldrar þeirra í Fjölni, Fram, Fylki, ÍR, KR, Leikni, Víkingi og Þrótti hafa getað gert. Spila fullt af leikjum eftir áramót „Það þurfa aðrir að svara fyrir Bose-bikarinn en þessi ákvörðun um 2. flokkinn var tekin fyrir nokkrum mánuðum með það í huga að æfa stíft í október og nóvember, taka lengra frí í desember og spila svo fullt af leikjum í janúar,“ segir Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari yngri flokka Vals. Gareth Owen, tæknilegur stjórnandi knattspyrnudeildar Vals, sagði við Vísi á föstudaginn að ástæðan fyrir því að félagið dró sig út úr Bose-bikarnum, sem að mestu er spilaður í desember, hefði verið mikil veikindi og meiðsli í leikmannahópi Vals. Á síðustu mánuðum hafa verið gerðar miklar breytingar í tengslum við meistaraflokk Vals, talað um að hugsa skuli til framtíðar og að yngri leikmenn eigi að fá stærri sess. Einn liður í þessum breytingum var sá að Christopher Brazell, sem tók við 2. flokki Vals í byrjun þessa árs, hætti því starfi til að verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks og þar með aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar. Vignir Snær Stefánsson var svo ráðinn þjálfari 2. flokks og er ætlað mikilvægt hlutverk við að leiða leikmenn þaðan í réttum skrefum upp í meistaraflokk. Stangist ekki á við breytta stefnu Það er ekki svo að í þessum breytingum öllum hafi 2. flokkur verið látinn sitja á hakanum, að sögn Hallgríms, og Valsmenn verða með í Reykjavíkurmótinu eftir áramót. Þá hafi leikmenn úr 2. flokki verið á æfingum meistaraflokks síðustu mánuði, og spilað æfingaleiki með venslaliðinu KH sem vann sig upp í 3. deild í sumar. Hallgrímur segir ákvörðunina um fyrri hluta Reykjavíkurmótsins þannig ekki stangast á við breytta stefnu félagsins með frekari áherslu á unga, uppalda leikmenn, og að spennandi tímar séu í vændum hjá Val. Nægur sé efniviðurinn. „Ef maður lítur á yngri flokkana hjá Val þá eru 3. 4. og 5. flokkur frekar fjölmennir og öflugir, eins og sést á Íslandsmótunum, og ég hef bullandi trú á því að á næstu árum muni uppaldir leikmenn koma upp í Valsliðið, sem og út í atvinnumennsku. Auðvitað hafa ekki margir uppaldir leikmenn komið upp á síðustu árum karlamegin, eða síðan Birkir Már var, en það er eitthvað sem fyrrum stjórn, núverandi stjórn og Valsarar yfir höfuð vilja sjá breytast,“ segir Hallgrímur og bætir við: „Það væri gaman að taka upp þetta spjall á næstu 3-5 árum og sjá hvort þetta hafi breyst. Bilið á milli yngri flokka Vals og meistaraflokks hefur verið of stórt í gegnum tíðina - og ein helsta vinnan er að reyna brúa það bil.“ Íslenski boltinn Valur Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Reykjavíkurmótinu er nú skipt upp í tvo hluta og hefur Valur ekki tekið þátt í fyrri hlutanum en verður með í þeim seinni, eftir áramót. Félagið dró sig einnig úr Bose-mótinu sem vissulega er fyrir meistaraflokk en hefur verið vettvangur fyrir yngri leikmenn, eins og sýndi sig til dæmis í leik Víkings og ÍA um síðustu helgi. Því hefur ekkert mót frá október og til áramóta getað nýst fyrir leikmenn Vals á 2. flokks aldri til þess að sýna sig og sanna, eins og jafnaldrar þeirra í Fjölni, Fram, Fylki, ÍR, KR, Leikni, Víkingi og Þrótti hafa getað gert. Spila fullt af leikjum eftir áramót „Það þurfa aðrir að svara fyrir Bose-bikarinn en þessi ákvörðun um 2. flokkinn var tekin fyrir nokkrum mánuðum með það í huga að æfa stíft í október og nóvember, taka lengra frí í desember og spila svo fullt af leikjum í janúar,“ segir Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari yngri flokka Vals. Gareth Owen, tæknilegur stjórnandi knattspyrnudeildar Vals, sagði við Vísi á föstudaginn að ástæðan fyrir því að félagið dró sig út úr Bose-bikarnum, sem að mestu er spilaður í desember, hefði verið mikil veikindi og meiðsli í leikmannahópi Vals. Á síðustu mánuðum hafa verið gerðar miklar breytingar í tengslum við meistaraflokk Vals, talað um að hugsa skuli til framtíðar og að yngri leikmenn eigi að fá stærri sess. Einn liður í þessum breytingum var sá að Christopher Brazell, sem tók við 2. flokki Vals í byrjun þessa árs, hætti því starfi til að verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks og þar með aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar. Vignir Snær Stefánsson var svo ráðinn þjálfari 2. flokks og er ætlað mikilvægt hlutverk við að leiða leikmenn þaðan í réttum skrefum upp í meistaraflokk. Stangist ekki á við breytta stefnu Það er ekki svo að í þessum breytingum öllum hafi 2. flokkur verið látinn sitja á hakanum, að sögn Hallgríms, og Valsmenn verða með í Reykjavíkurmótinu eftir áramót. Þá hafi leikmenn úr 2. flokki verið á æfingum meistaraflokks síðustu mánuði, og spilað æfingaleiki með venslaliðinu KH sem vann sig upp í 3. deild í sumar. Hallgrímur segir ákvörðunina um fyrri hluta Reykjavíkurmótsins þannig ekki stangast á við breytta stefnu félagsins með frekari áherslu á unga, uppalda leikmenn, og að spennandi tímar séu í vændum hjá Val. Nægur sé efniviðurinn. „Ef maður lítur á yngri flokkana hjá Val þá eru 3. 4. og 5. flokkur frekar fjölmennir og öflugir, eins og sést á Íslandsmótunum, og ég hef bullandi trú á því að á næstu árum muni uppaldir leikmenn koma upp í Valsliðið, sem og út í atvinnumennsku. Auðvitað hafa ekki margir uppaldir leikmenn komið upp á síðustu árum karlamegin, eða síðan Birkir Már var, en það er eitthvað sem fyrrum stjórn, núverandi stjórn og Valsarar yfir höfuð vilja sjá breytast,“ segir Hallgrímur og bætir við: „Það væri gaman að taka upp þetta spjall á næstu 3-5 árum og sjá hvort þetta hafi breyst. Bilið á milli yngri flokka Vals og meistaraflokks hefur verið of stórt í gegnum tíðina - og ein helsta vinnan er að reyna brúa það bil.“
Íslenski boltinn Valur Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti