Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 10:32 Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn hlaðvarpsþættinum. @farmlifeiceland, @premierleague Í nýjasta þætti Fantasýn, Fantasy Premier League-hlaðvarpi Sýnar, var velt upp stórri spurningu þegar kemur að mismun á þátttöku kynjanna í leiknum. Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Nýjasti þátturinn heitir: Fantasy-skiptingar á fæðingardeildinni. Fantasýn-þátturinn vill fá fleiri konur inn í Fantasy og ræddi kynjamuninn við gest þáttarins en Pálína Axelsdóttur Njarðvík er fyrsti kvenkyns gesturinn í Fantasýn. Það var líka kvenkyns þema í stjörnuliði vikunnar þar sem farið var yfir lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Það eru ekki margar konur að spila þennan leik,“ sagði Sindri Kamban og Pálína var fljót að taka undir það. Kallar eftir fleiri konum „Nei, við köllum eftir því að fleiri konur spili þennan leik,“ sagði Pálína. „Maður rennur í gegnum deild eftir deild og það er svo ótrúlega áberandi hvað það eru fáar konur að taka þátt í Fantasy. Já, það væri frábært ef við gætum breytt því,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Þetta er gaman og líka fyrir konur,“ sagði Pálína. „En hvað er það sem veldur því,“ spyr Sindri. Veit ekki hvort þær hafi minni tíma „Ég veit það ekki. Þetta er alveg tímafrekt hobbí, eða stundum. Það þarf stundum aðeins að pæla í þessu og ég veit ekki hvort þær hafi minni tíma,“ sagði Pálína. „Eða bara þriðja vaktin að dreopa þær,“ sagði Sindri og Albert skaut inn í: „Er þetta þá fjórða vaktin? FPL, sagði Albert. „Já, fantasy-vaktin,“ svaraði Pálína. „Ég veit ekki hvort þetta sé svona jafnréttismál bara. Það hallar á konur í fótbolta almennt,“ sagði Pálína. Ofursjálfstraust í karlmönnum „Er þetta ekki bara þetta klassíska, þetta er ofursjálfstraust í karlmönnum. Þeir halda að ég geti unnið annað fólk og verið sniðugra en annað fólk í einhverjum leik og skrá sig til leiks í Fantasy,“ sagði Albert. „Þetta er örugglega samspil mjög margra þátta. Það er örugglega margt sem spilar inn í. Vissulega eru kannski fleiri strákar svona almennt að fylgjast með fótbolta. Við þurfum bara að gera rannsókn á þessu, athuga hvaða þættir eru að spila inn í þarna. Leiðrétta þetta fyrir einhverju sem skiptir máli,“ sagði Pálína. Telja að konur hafi ekki áhuga á þessu „Ég held að þetta sé bara klárlega að það er ekki búið að ýta þessu að konum eins og markaðssetning almennt gerist. Þeir sem eru að markaðssetja þetta telja að konur hafi ekki áhuga á þessu. Þá er þessu ekki ýtt í þá átt,“ sagði Sindri „Pæla ekki í þeim,“ sagði Pálína. Í beinu framhaldi var síðan farið yfir stjörnuliðið sem var lið Sunnu B. Gunnarsdóttur sem er áhrifavaldur hjá Reykjavík Foodie, leikari og starfsmaður Eflingar. „Hún er heldur betur að standa sig vel,“ sagði Sindri. Á blússandi siglingu „Hún er á blússandi siglingu,“ sagði Pálína. Sunna er í 56. þúsundasta sæti á heildarlista heimsins. „Það er vel gert,“ sagði Pálína og svo var farið nánar yfir liðið hennar Sunnu. Pálína vakti líka athygli á því að það sé hægt að spila þennan Fantasy-leik án þess að horfa á mikið af fótbolta. „Ég hef ekki tíma til að horfa á alla leiki, en stundum einn og einn. Maður getur alveg fylgst með. Svona fantasy-upplýsingar eða svona upplýsingar sem eru gagnlegri í fantasy,“ sagði Pálína. Gerir þetta miklu skemmtilegra „Það er hægt að spila líka án þess að horfa á fótbolta. Það er það fyndna við þetta allt saman,“ sagði Albert. „Ég hef áhuga á fótbolta en það að spila fantasy gerir það að fylgjast með enska boltanum miklu skemmtilegra,“ sagði Pálína. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira