Enski boltinn

Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Crean meiddist illa á hendi í hnífaárásinni í lestinni en fyrir vikið sluppu margir út ó meiddir.
Stephen Crean meiddist illa á hendi í hnífaárásinni í lestinni en fyrir vikið sluppu margir út ó meiddir. Getty/ Jordan Pettitt/

Það er Evrópukvöld í Hollandi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest og þeir tóku með sér sérstaka heiðursfarþega í leikinn þegar þeir ferðustu yfir Ermarsundið í gær.

Stephen Crean, 61 árs stuðningsmaður Nottingham Forest, sem var kallaður „hetja“ fyrir að hafa hjálpað til við að stöðva hnífaárás í lest í síðasta mánuði, ferðaðist með enska liðinu til Hollands fyrir leik þeirra gegn Utrecht í Evrópudeildinni.

Árásin átti sér stað þegar Crean var á leið heim eftir 2-2 jafntefli Forest gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu þá réðst Crean gegn árásarmanninum til að hjálpa öðrum að flýja og var stunginn í vinstri höndina í átökunum. Crean hefur verið sagt að hönd hans muni ekki ná sér að fullu og að í „besta falli“ muni hann endurheimta um það bil 75% af notkun hennar.

Yfir 45 þúsund pundum, tæplega átta milljónum króna, hefur verið safnað í söfnun fyrir Crean, þar af komu átta þúsund pund frá Nottingham Forest.

Crean, sem hefur verið með ársmiða í 35 ár, fékk standandi lófaklapp á City Ground og hitti knattspyrnustjóra Forest, Sean Dyche, ásamt eigandanum Evangelos Marinakis fyrr í þessum mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×