Lífið

Sigur­vegari Euro­vision skilar bikarnum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nemo á sviði með bikarinn.
Nemo á sviði með bikarinn. Jens Büttner/picture alliance via Getty Images

Sigurvegari Eurovision 2024, söngvarinn Nemo frá Sviss, hefur ákveðið að skila bikarnum. Þetta tilkynnir hán í færslu á Instagram og segir ástæðuna vera áframhaldandi þátttöku Ísrael í keppninni.

Nemo sigraði keppnina fyrir hönd Sviss með laginu The Code og fékk fyrir það bikar keppninnar og var keppnin haldin í Basel í ár. Fimm lönd þar á meðal Ísland, hafa tilkynnt að þau verði ekki með vegna þátttöku Ísrael í keppninni.

„Á síðasta ári vann ég Eurovision og fyrir það fékk ég bikar í verðlaun. Og jafnvel þó ég sé ákaflega þakklátur samfélaginu í kringum þessa keppni og allt það sem lífsreynslan hefur kennt mér sem manneskju og listamanni, þá finnst mér þessi bikar ekki eiga heima á minni hillu í dag,“ skrifar listamaðurinn.

Hán vísar til þess að keppnin segist standa fyrir sameiningu og virðingu fyrir öllum. Þau gildi hafi gefið keppninni merkingu. Áframhaldandi þátttaka Ísrael í keppninni á meðan nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi úrskurðað um þjóðarmorð sýni að þau gildi gangi í berhögg við gildi keppninnar og ákvarðanir Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.