„Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 08:31 Mohamed Salah með Englandsmeistarabikarinn sem Liverpool vann síðasta vor. Getty/Michael Regan Goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni er í horni Mohamed Salah í deilu egypska framherjans við knattspyrnustjóra Liverpool, Arne Slot. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, segist sammála gremju Mohamed Salah hjá Liverpool eftir að Egyptinn hélt því fram að félagið hefði „kastað honum undir rútuna“. Merson telur að slakt gengi Liverpool sé ekki Salah að kenna og að þeir hefðu ekki náð nýlegum árangri sínum án hans. Merson hefur varið Salah og gefur í skyn að bikaraskápur félagsins væri mun tómlegri án Egyptans. Framtíð Salah er orðin mikið umræðuefni eftir að hann efaðist um hvers vegna Arne Slot, stjóri Liverpool, hefði sett hann á bekkinn undanfarnar vikur, þrátt fyrir slakt gengi liðsins. "I'm on Mo Salah's side." 😳Paul Merson weighs in on the Mo Salah situation at Liverpool... 👀🔴 pic.twitter.com/hrPOluJ09r— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 11, 2025 Hinn 33 ára gamli leikmaður, sem skrifaði undir framlengingu á samningi sínum á Anfield undir lok síðasta tímabils, gaf einnig í skyn að samband hans við Slot væri ekki til staðar og var í kjölfarið ekki í hópnum sem sigraði Inter Milan í Meistaradeildinni. Salah á þó að minnsta kosti einn stuðningsmann í hópi sjónvarpssérfræðinganna í Englandi. Finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni „Ég er Salah-megin. Mér finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni,“ sagði Paul Merson. „Kannski hefði hann ekki átt að gera það sem hann gerði, en hann er mannlegur. Hann er sigurvegari. Hann er goðsögn. Tölurnar sem hann hefur sett fram á kantinum – mörk og stoðsendingar – eru út úr kortinu. Við munum aldrei sjá það aftur að mínu mati,“ sagði Merson. „Það eina sem hann gerði var að segjast vilja spila fótbolta. Hann er pirraður af því að hann er ekki að spila. Hvernig er hægt að slátra manni fyrir það? Það eru aðrir leikmenn í liðinu sem hefðu mátt setja á bekkinn og hann er líklega að hugsa: ‚Við erum ekki mjög góðir og ég er ekki að spila.‘ Mér finnst þetta bara rangt,“ sagði Merson. Ekki sá eini sem hefur spilað illa „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah. Ef þú tekur mörkin hans og stoðsendingarnar í burtu, þá held ég að það séu engir bikarar í þeim skáp í dágóðan tíma. Ég trúi því ekki að hann eigi að spila bara af því að hann hefur unnið titla áður. En hann er ekki sá eini sem hefur spilað illa. Mo Salah getur skorað hvaðan sem er. Hann er besti, versti leikmaðurinn,“ sagði Merson. „Sem stjóri, þegar þú ert í basli, seturðu þá besta leikmanninn þinn á bekkinn? Það er þar sem ég held að hann hafi orðið pirraður og hann kom bara fram og var heiðarlegur. Hann hefði getað farið frítt í janúar. Hann valdi að vera áfram. Hann er þarna 33 ára og hugsar: ‚Ég vil spila fótbolta. Ég er að nálgast lok ferilsins.‘ Hann er ekki að spila og hann er orðinn pirraður,“ sagði Merson. Enski boltinn Liverpool FC Tengdar fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 10. desember 2025 22:45 „Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32 „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31 Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Sjá meira
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, segist sammála gremju Mohamed Salah hjá Liverpool eftir að Egyptinn hélt því fram að félagið hefði „kastað honum undir rútuna“. Merson telur að slakt gengi Liverpool sé ekki Salah að kenna og að þeir hefðu ekki náð nýlegum árangri sínum án hans. Merson hefur varið Salah og gefur í skyn að bikaraskápur félagsins væri mun tómlegri án Egyptans. Framtíð Salah er orðin mikið umræðuefni eftir að hann efaðist um hvers vegna Arne Slot, stjóri Liverpool, hefði sett hann á bekkinn undanfarnar vikur, þrátt fyrir slakt gengi liðsins. "I'm on Mo Salah's side." 😳Paul Merson weighs in on the Mo Salah situation at Liverpool... 👀🔴 pic.twitter.com/hrPOluJ09r— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 11, 2025 Hinn 33 ára gamli leikmaður, sem skrifaði undir framlengingu á samningi sínum á Anfield undir lok síðasta tímabils, gaf einnig í skyn að samband hans við Slot væri ekki til staðar og var í kjölfarið ekki í hópnum sem sigraði Inter Milan í Meistaradeildinni. Salah á þó að minnsta kosti einn stuðningsmann í hópi sjónvarpssérfræðinganna í Englandi. Finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni „Ég er Salah-megin. Mér finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni,“ sagði Paul Merson. „Kannski hefði hann ekki átt að gera það sem hann gerði, en hann er mannlegur. Hann er sigurvegari. Hann er goðsögn. Tölurnar sem hann hefur sett fram á kantinum – mörk og stoðsendingar – eru út úr kortinu. Við munum aldrei sjá það aftur að mínu mati,“ sagði Merson. „Það eina sem hann gerði var að segjast vilja spila fótbolta. Hann er pirraður af því að hann er ekki að spila. Hvernig er hægt að slátra manni fyrir það? Það eru aðrir leikmenn í liðinu sem hefðu mátt setja á bekkinn og hann er líklega að hugsa: ‚Við erum ekki mjög góðir og ég er ekki að spila.‘ Mér finnst þetta bara rangt,“ sagði Merson. Ekki sá eini sem hefur spilað illa „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah. Ef þú tekur mörkin hans og stoðsendingarnar í burtu, þá held ég að það séu engir bikarar í þeim skáp í dágóðan tíma. Ég trúi því ekki að hann eigi að spila bara af því að hann hefur unnið titla áður. En hann er ekki sá eini sem hefur spilað illa. Mo Salah getur skorað hvaðan sem er. Hann er besti, versti leikmaðurinn,“ sagði Merson. „Sem stjóri, þegar þú ert í basli, seturðu þá besta leikmanninn þinn á bekkinn? Það er þar sem ég held að hann hafi orðið pirraður og hann kom bara fram og var heiðarlegur. Hann hefði getað farið frítt í janúar. Hann valdi að vera áfram. Hann er þarna 33 ára og hugsar: ‚Ég vil spila fótbolta. Ég er að nálgast lok ferilsins.‘ Hann er ekki að spila og hann er orðinn pirraður,“ sagði Merson.
Enski boltinn Liverpool FC Tengdar fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 10. desember 2025 22:45 „Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32 „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31 Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Sjá meira
Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 10. desember 2025 22:45
„Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32
„Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31
Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43