Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 11:03 Lynn Williams heitir nú Lynn Biyendolo en er áfram í stóru hlutverki í bandaríska landsliðinu. Getty/Brad Smith Bandaríski landsliðsframherjinn Lynn Williams heitir ekki lengur Lynn Williams. Hér eftir mun standa á treyju hennar Biyendolo. Lynn var búin að skapa sér nafn undir Williams-nafninu með 21 marki í 75 landsleikjum fyrir Bandaríkin og með því að hjálpa þremur félögum, Western New York Flash (2016), North Carolina Courage (2018, 2019) og NJ/NY Gotham (2023), að vera bandarískur meistari. Lynn giftist Marley Biyendolo í desember í fyrra og tók um Biyendolo-nafnið á þessu ári þar sem hún hefur bætt við fjórum mörkum í átta landsleikjum. Lynn útskýrði í hlaðvarpsþætti Ali Riley og Sydney Leroux, Bffr-Show, af hverju hún ákvað að skipta út Williams-nafninu fyrir Biyendolo. Tvær í heiminum með Biyendolo-nafnið „Ég held að það séu aðeins tvær fjölskyldur í heiminum með Biyendolo-nafnið. Í afrískri menningu, að minnsta kosti í Kongó, er hægt að gefa nafn í stað þess að það gangi í erfðir. Þar er þetta nafn álitið virðingarnafn,“ sagði Lynn. „Á meðan, með fullri virðingu, er Williams augljóslega þrælanafn einhvers staðar í ættinni. Það sem réð úrslitum fyrir mig var þegar ég var í feðginadansinum og pabbi minn sagði bara, þú ættir að breyta nafninu á treyjunni þinni,“ sagði Lynn. Einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt „Ég hugsaði, auðvitað ætla ég að gera það. Ofan á það, með þessari ríkisstjórn sem er við völd í landinu okkar, var þetta svolítið eins og að sýna þeim fingurinn í hvert skipti sem ég skoraði mark og einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt. Ég hugsaði, já, við erum að endurheimta okkar sess,“ sagði Lynn. View this post on Instagram A post shared by BFFR (@bffrshow) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Lynn var búin að skapa sér nafn undir Williams-nafninu með 21 marki í 75 landsleikjum fyrir Bandaríkin og með því að hjálpa þremur félögum, Western New York Flash (2016), North Carolina Courage (2018, 2019) og NJ/NY Gotham (2023), að vera bandarískur meistari. Lynn giftist Marley Biyendolo í desember í fyrra og tók um Biyendolo-nafnið á þessu ári þar sem hún hefur bætt við fjórum mörkum í átta landsleikjum. Lynn útskýrði í hlaðvarpsþætti Ali Riley og Sydney Leroux, Bffr-Show, af hverju hún ákvað að skipta út Williams-nafninu fyrir Biyendolo. Tvær í heiminum með Biyendolo-nafnið „Ég held að það séu aðeins tvær fjölskyldur í heiminum með Biyendolo-nafnið. Í afrískri menningu, að minnsta kosti í Kongó, er hægt að gefa nafn í stað þess að það gangi í erfðir. Þar er þetta nafn álitið virðingarnafn,“ sagði Lynn. „Á meðan, með fullri virðingu, er Williams augljóslega þrælanafn einhvers staðar í ættinni. Það sem réð úrslitum fyrir mig var þegar ég var í feðginadansinum og pabbi minn sagði bara, þú ættir að breyta nafninu á treyjunni þinni,“ sagði Lynn. Einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt „Ég hugsaði, auðvitað ætla ég að gera það. Ofan á það, með þessari ríkisstjórn sem er við völd í landinu okkar, var þetta svolítið eins og að sýna þeim fingurinn í hvert skipti sem ég skoraði mark og einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt. Ég hugsaði, já, við erum að endurheimta okkar sess,“ sagði Lynn. View this post on Instagram A post shared by BFFR (@bffrshow)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira