Fótbolti

Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lynn Williams heitir nú Lynn Biyendolo en er áfram í stóru hlutverki í bandaríska landsliðinu.
Lynn Williams heitir nú Lynn Biyendolo en er áfram í stóru hlutverki í bandaríska landsliðinu. Getty/Brad Smith

Bandaríski landsliðsframherjinn Lynn Williams heitir ekki lengur Lynn Williams. Hér eftir mun standa á treyju hennar Biyendolo.

Lynn var búin að skapa sér nafn undir Williams-nafninu með 21 marki í 75 landsleikjum fyrir Bandaríkin og með því að hjálpa þremur félögum, Western New York Flash (2016), North Carolina Courage (2018, 2019) og NJ/NY Gotham (2023), að vera bandarískur meistari.

Lynn giftist Marley Biyendolo í desember í fyrra og tók um Biyendolo-nafnið á þessu ári þar sem hún hefur bætt við fjórum mörkum í átta landsleikjum.

Lynn útskýrði í hlaðvarpsþætti Ali Riley og Sydney Leroux, Bffr-Show, af hverju hún ákvað að skipta út Williams-nafninu fyrir Biyendolo.

Tvær  í heiminum með Biyendolo-nafnið

„Ég held að það séu aðeins tvær fjölskyldur í heiminum með Biyendolo-nafnið. Í afrískri menningu, að minnsta kosti í Kongó, er hægt að gefa nafn í stað þess að það gangi í erfðir. Þar er þetta nafn álitið virðingarnafn,“ sagði Lynn.

„Á meðan, með fullri virðingu, er Williams augljóslega þrælanafn einhvers staðar í ættinni. Það sem réð úrslitum fyrir mig var þegar ég var í feðginadansinum og pabbi minn sagði bara, þú ættir að breyta nafninu á treyjunni þinni,“ sagði Lynn.

Einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt

„Ég hugsaði, auðvitað ætla ég að gera það. Ofan á það, með þessari ríkisstjórn sem er við völd í landinu okkar, var þetta svolítið eins og að sýna þeim fingurinn í hvert skipti sem ég skoraði mark og einhver þyrfti að tilkynna nafnið mitt. Ég hugsaði, já, við erum að endurheimta okkar sess,“ sagði Lynn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×