Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Ståle Solbakken stýrði Noregi til afar öruggs sigurs í undanriðli fyrir HM í fótbolta. Liðið verður því loksins með á stærsta sviðinu, eftir tæplega 28 ára bið. Getty/Marco Luzzani Ståle Solbakken landsliðsþjálfari Norðmanna mun ekki kveðja á HM næsta sumar því nú er ljóst að hann heldur áfram sem þjálfari Noregs. Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025 HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025
HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti