Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. desember 2025 10:11 Ferlið hans Bubba kemur í bíóhús næsta vor og er tilvalin upphitun fyrir 6.6.26-tónleika Bubba. Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu. „Markmið myndarinnar er að brjóta upp formið á hinni hefðbundnu viðtals-heimildarmynd,“ segir leikstjórinn Ásgeir Sigurðsson við Vísi. Hann hefur áður leikstýrt myndinni Harmi (2021) og gamanþáttaseríunni Gestum (2024). „Í stað þess að horfa á talandi hausa, vildum við skapa þá tilfinningu að áhorfandinn sé staddur inni í herberginu með Bubba – að fylgjast með listamanninum að störfum og manneskjunni í dagsins amstri, ósnert og milliliðalaust,“ segir Ásgeir. „Margir þekkja Bubba bara út frá fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og hafa mótað skoðun á honum út frá því. Stefnan með þessari mynd var að sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru, hver manneskjan er bak við listina.“ Ferlið hans Bubba er framleidd af Antoni Karli Kristensen, Ásgeiri Sigurðssyni, Halldóri Ísaki Ólafssyni og Júlíusi Kemp. Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan: Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Markmið myndarinnar er að brjóta upp formið á hinni hefðbundnu viðtals-heimildarmynd,“ segir leikstjórinn Ásgeir Sigurðsson við Vísi. Hann hefur áður leikstýrt myndinni Harmi (2021) og gamanþáttaseríunni Gestum (2024). „Í stað þess að horfa á talandi hausa, vildum við skapa þá tilfinningu að áhorfandinn sé staddur inni í herberginu með Bubba – að fylgjast með listamanninum að störfum og manneskjunni í dagsins amstri, ósnert og milliliðalaust,“ segir Ásgeir. „Margir þekkja Bubba bara út frá fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og hafa mótað skoðun á honum út frá því. Stefnan með þessari mynd var að sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru, hver manneskjan er bak við listina.“ Ferlið hans Bubba er framleidd af Antoni Karli Kristensen, Ásgeiri Sigurðssyni, Halldóri Ísaki Ólafssyni og Júlíusi Kemp. Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan:
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira