Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2025 10:01 George W. Bush þá Bandaríkjaforseti á spjalli við Abdullah Stand þáverandi krónprins af Sádi-Arabíu í Texas í apríl árið 2002. Getty Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í þetta mál sem og í aðrar pólitískar og sálfræðilegar afleiðingar árásanna. Þau segja ljóst að engin trúverðug gögn styðji kenningar um beina aðkomu bandarískra stjórnvalda að árásunum. Hins vegar sé ótvírætt af opinberum skýrslum að kerfið hafi brugðist bæði vegna „skorts á ímyndunarafli“ og vegna stofnana sem deildu ekki upplýsingum og hunsuðu viðvörunarmerki mánuðunum fyrir árásirnar. Kjarni þess hneykslis sem hefur orðið vatn á myllu samsæriskenninga snýr þó að Sádi-Arabíu. Eiríkur bendir á að 15 af 19 flugræningjum hafi verið Sádar. Í skjölum alríkislögreglunnar sem ekki voru gerð opinber fyrr en árið 2021, kemur jafnframt fram að maður tengdur sádísku leyniþjónustunni, Omar al-Bayoumi, hafi veitt tveimur flugræningjum víðtæka aðstoð við að koma sér fyrir í San Diego. „Það er sterk vísbending um að Bandaríkjastjórn hafi þaggað niður upplýsingar um óþægileg tengsl Sádí-Arabíu við mennina sem skipulögðu árásirnar,“ segir Hulda Þórisdóttir. Þöggun sem sé gjarnan skýrð með því að Bush-stjórnin hafi þurft á Sádi-Arabíu að halda sem lykil bandamanni í Miðausturlöndum. Á sama tíma hafi árásirnar verið nýttar til að knýja fram stefnu sem ella hefði mætt mikilli andstöð, þar á meðal innrásina í Írak árið 2003. Sú innrás var réttlætt með tilvísun til „stríðsins gegn hryðjuverkum“ þrátt fyrir að Írak hefði hvorki tengsl við Al-Qaída né byggi yfir gereyðingarvopnum. Það er vel þekkt að slyngir stjórnmálamenn nýti sér krísur til að ýta undir eigin stefnu. Fylgi George W. Bush rauk upp eftir árásirnar, og þannig var auðveldara að knýja fram Patriot-lögin sem veittu ríkinu stórauknar heimildir til eftirlits. Hvernig yfirvöld nýttu sér ótta almennings, fóru silkihönskum um Sádi-Arabíu og loks að enginn ráðherra eða háttsettur yfirmaður hafi axlað ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í aðdraganda árásanna, ýtti undir vantraust og samsæriskenningar sem dafna enn í dag. Nýjasta þátt Skuggavaldsins má heyra hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum. Þar rýna stjórnmálafræðingarnir Hulda og Eiríkur Bergmann í það hvernig bandaríska stjórnkerfið brást, hvers vegna lykilatriði í rannsókninni sköpuðu tortryggni og hvað þessi nýju gögn þýða fyrir framtíð málaferla gegn Sádi-Arabíu. Hryðjuverkin 11. september 2001 Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í þetta mál sem og í aðrar pólitískar og sálfræðilegar afleiðingar árásanna. Þau segja ljóst að engin trúverðug gögn styðji kenningar um beina aðkomu bandarískra stjórnvalda að árásunum. Hins vegar sé ótvírætt af opinberum skýrslum að kerfið hafi brugðist bæði vegna „skorts á ímyndunarafli“ og vegna stofnana sem deildu ekki upplýsingum og hunsuðu viðvörunarmerki mánuðunum fyrir árásirnar. Kjarni þess hneykslis sem hefur orðið vatn á myllu samsæriskenninga snýr þó að Sádi-Arabíu. Eiríkur bendir á að 15 af 19 flugræningjum hafi verið Sádar. Í skjölum alríkislögreglunnar sem ekki voru gerð opinber fyrr en árið 2021, kemur jafnframt fram að maður tengdur sádísku leyniþjónustunni, Omar al-Bayoumi, hafi veitt tveimur flugræningjum víðtæka aðstoð við að koma sér fyrir í San Diego. „Það er sterk vísbending um að Bandaríkjastjórn hafi þaggað niður upplýsingar um óþægileg tengsl Sádí-Arabíu við mennina sem skipulögðu árásirnar,“ segir Hulda Þórisdóttir. Þöggun sem sé gjarnan skýrð með því að Bush-stjórnin hafi þurft á Sádi-Arabíu að halda sem lykil bandamanni í Miðausturlöndum. Á sama tíma hafi árásirnar verið nýttar til að knýja fram stefnu sem ella hefði mætt mikilli andstöð, þar á meðal innrásina í Írak árið 2003. Sú innrás var réttlætt með tilvísun til „stríðsins gegn hryðjuverkum“ þrátt fyrir að Írak hefði hvorki tengsl við Al-Qaída né byggi yfir gereyðingarvopnum. Það er vel þekkt að slyngir stjórnmálamenn nýti sér krísur til að ýta undir eigin stefnu. Fylgi George W. Bush rauk upp eftir árásirnar, og þannig var auðveldara að knýja fram Patriot-lögin sem veittu ríkinu stórauknar heimildir til eftirlits. Hvernig yfirvöld nýttu sér ótta almennings, fóru silkihönskum um Sádi-Arabíu og loks að enginn ráðherra eða háttsettur yfirmaður hafi axlað ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í aðdraganda árásanna, ýtti undir vantraust og samsæriskenningar sem dafna enn í dag. Nýjasta þátt Skuggavaldsins má heyra hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum. Þar rýna stjórnmálafræðingarnir Hulda og Eiríkur Bergmann í það hvernig bandaríska stjórnkerfið brást, hvers vegna lykilatriði í rannsókninni sköpuðu tortryggni og hvað þessi nýju gögn þýða fyrir framtíð málaferla gegn Sádi-Arabíu.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira