Íslenski boltinn

Kveður pabba sinn í Laugar­dalnum og fer til FH

Aron Guðmundsson skrifar
Kári Kristjánsson í leik með Þrótti
Kári Kristjánsson í leik með Þrótti knattspyrnufélagið þróttur

Kári Kristjáns­son er orðinn leik­maður FH og gerir hann fjögurra ára samning í Hafnarfirði. Hann gengur til liðs við félagið frá Lengju­deildar­liði Þróttar Reykja­víkur.

FH greinir frá tíðindunum núna í há­deginu en Kári hefur undan­farin tíma­bil leikið lykil­hlut­verk í liði Þróttar sem fór alla leið í undanúr­slit um­spils fyrir Bestu deildina á síðasta tíma­bili eftir að hafa endað í 3.sæti deildar­keppninnar.

Kári er 21 árs gamall og á að baki 66 leiki í næsefstu deild þar sem að hann skoraði sau­tján mörk.

„Við höfum fylgst með Kára undan­farin misseri og þegar það var ljóst að Þróttur færi ekki upp í efstu deild var það mögu­legt fyrir okkur að ná í hann,“ segir Davíð Þór Viðars­son, yfir­maður knatt­spyrnumála hjá FH. „Kári er virki­lega góður fót­bolta­maður, góður á boltanum, les leikinn vel og er mikill liðs­maður. Við erum mjög ánægðir með að hafa náð að landa Kára og vitum að hann getur hjálpað okkur að ná okkar mark­miðum.“

Faðir Kára er fjölmiðla­maðurinn Kristján Kristjáns­son, umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni, sem jafn­framt er for­maður knatt­spyrnu­deildar Þróttar. Kári segir því bless við pabba gamla í bili í tengslum við fót­bolta­ferilinn og heldur á slóðir nýrra ævintýra í Hafnarfirðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×