„Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2025 21:28 Saumó hefur verið starfandi í sjö ár. Vísir/Sigurjón Síðastliðin sjö ár hefur Hjálparstarf kirkjunnar starfrækt saumaklúbb fyrir innflytjendakonur þar sem markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra. Smári Jökull kíkti í heimsókn í Breiðholtskirkju þar sem konurnar voru í óða önn að baka piparkökur og undirbúa sölumarkað. Saumó - tau með tilgang er félagsskapur innflytjendakvenna sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur haldið utan um síðustu sjö árin. Markmiðið er fyrst og fremst að brjóta niður félagslega einangrun og auka virkni kvennanna í samfélaginu. Konurnar í Saumó hittast nokkrum sinnum í viku til að sauma, prjóna og njóta félagsskapar og eins og í dag hittust þær í Breiðholtskirkju til að baka saman piparkökur. Í Breiðholtskirkju var nóg um að vera í piparkökubakstri.Vísir/Sigurjón „Markmiðið er líka að kenna þeim einhverja iðn. Margar bara kunnu ekkert að sauma þegar þær komu og eru orðnar saumadrottningar núna þannig að það er mjög valdeflandi fyrir þær, það er það líka. Við erum að kenna þeim íslensku og aðeins á samfélagið og landið, kynna landið fyrir þeim,“ segir Hildur Loftsdóttir en hún er verkefnastýra Saumó. Umhverfisvænt verkefni Allt efni sem konurnar sauma og prjóna úr fá þær gefins. „Þetta er líka umhverfisvænt. Allt sem við notum er gefið þannig að stundum erum við að sauma úr gömlum fötum og stundum eru þetta heilu strangarnir úr búð sem hafa ekki selst. Þetta er til sölu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar alla daga.“ Hildur er verkefnastýra Saumó - Tau með tilgang.Vísir/Sigurjón „Svo náttúrulega verður markaður á sunnudag í Hjálpræðishernum og það verður mjög gaman. Það verða fleiri vörur þar en eru hér til sýnis. Þetta verður ekki bara markaður,“ segir Hildur en ýmislegt fleira verður í boði. „Kennarinn minn er mjög góð kona“ Sargul Azeez Muhammad er meðal þeirra sem sækir Saumó reglulega. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár og ég er með fjölskyldu. Við erum bara að prjóna, sauma og tala saman og læra íslensku,“ sagði Sargul. Sargul Azeez Muhammad kemur frá Kúrdistan og hrósaði kennara sínum í hástert.Vísir/Sigurjón Þegar fréttastofu bar að garði var hún klædd í glæsilegan þjóðbúning Kúrdistan. „Takk fyrir, takk fyrir. Þetta er úr minni menningu. Það er mjög gaman á Íslandi og kennarinn minn er mjög góð kona,“ bætir Sargul við og bendir á Hildi. „Fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur“ Starfið er brotið upp á ýmsan hátt til dæmis með laufabrauðsgerð. Hildur segir starfið gefa sér afar mikið. „Þetta getur verið mjög erfitt starf tilfinningalega því nú erum við búin að vera með fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur því þeim hefur verið brottvísað. Þannig að þetta getur verið tilfinningalega mjög erfitt en annars er þetta svo ofsalega gefandi.“ Hér má sjá sýnishorn af því sem konurnar hafa búið til.Vísir/Sigurjón Þátttakan hefur verið góð en styrkur sem fékkst frá ríkinu er uppurinn og óljóst hvort meira fáist. „Þegar Guðmundur Ingi var í félagsmálaráðuneytinu þá var hann hrifinn af þessu og gaf okkur góðan styrk í tvö ár. Nú er sá peningur uppurinn og við erum bara að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu, hvort við getum haldið starfinu áfram. Við vonum það af öllu hjarta.“ Innflytjendamál Handverk Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Saumó - tau með tilgang er félagsskapur innflytjendakvenna sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur haldið utan um síðustu sjö árin. Markmiðið er fyrst og fremst að brjóta niður félagslega einangrun og auka virkni kvennanna í samfélaginu. Konurnar í Saumó hittast nokkrum sinnum í viku til að sauma, prjóna og njóta félagsskapar og eins og í dag hittust þær í Breiðholtskirkju til að baka saman piparkökur. Í Breiðholtskirkju var nóg um að vera í piparkökubakstri.Vísir/Sigurjón „Markmiðið er líka að kenna þeim einhverja iðn. Margar bara kunnu ekkert að sauma þegar þær komu og eru orðnar saumadrottningar núna þannig að það er mjög valdeflandi fyrir þær, það er það líka. Við erum að kenna þeim íslensku og aðeins á samfélagið og landið, kynna landið fyrir þeim,“ segir Hildur Loftsdóttir en hún er verkefnastýra Saumó. Umhverfisvænt verkefni Allt efni sem konurnar sauma og prjóna úr fá þær gefins. „Þetta er líka umhverfisvænt. Allt sem við notum er gefið þannig að stundum erum við að sauma úr gömlum fötum og stundum eru þetta heilu strangarnir úr búð sem hafa ekki selst. Þetta er til sölu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar alla daga.“ Hildur er verkefnastýra Saumó - Tau með tilgang.Vísir/Sigurjón „Svo náttúrulega verður markaður á sunnudag í Hjálpræðishernum og það verður mjög gaman. Það verða fleiri vörur þar en eru hér til sýnis. Þetta verður ekki bara markaður,“ segir Hildur en ýmislegt fleira verður í boði. „Kennarinn minn er mjög góð kona“ Sargul Azeez Muhammad er meðal þeirra sem sækir Saumó reglulega. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár og ég er með fjölskyldu. Við erum bara að prjóna, sauma og tala saman og læra íslensku,“ sagði Sargul. Sargul Azeez Muhammad kemur frá Kúrdistan og hrósaði kennara sínum í hástert.Vísir/Sigurjón Þegar fréttastofu bar að garði var hún klædd í glæsilegan þjóðbúning Kúrdistan. „Takk fyrir, takk fyrir. Þetta er úr minni menningu. Það er mjög gaman á Íslandi og kennarinn minn er mjög góð kona,“ bætir Sargul við og bendir á Hildi. „Fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur“ Starfið er brotið upp á ýmsan hátt til dæmis með laufabrauðsgerð. Hildur segir starfið gefa sér afar mikið. „Þetta getur verið mjög erfitt starf tilfinningalega því nú erum við búin að vera með fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur því þeim hefur verið brottvísað. Þannig að þetta getur verið tilfinningalega mjög erfitt en annars er þetta svo ofsalega gefandi.“ Hér má sjá sýnishorn af því sem konurnar hafa búið til.Vísir/Sigurjón Þátttakan hefur verið góð en styrkur sem fékkst frá ríkinu er uppurinn og óljóst hvort meira fáist. „Þegar Guðmundur Ingi var í félagsmálaráðuneytinu þá var hann hrifinn af þessu og gaf okkur góðan styrk í tvö ár. Nú er sá peningur uppurinn og við erum bara að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu, hvort við getum haldið starfinu áfram. Við vonum það af öllu hjarta.“
Innflytjendamál Handverk Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira