Sport

Dag­skráin í dag: Salah, Doc Zone og auð­veld bráð Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah er mættur aftur í leikmannahóp Liverpool, í síðasta leiknum áður en hann heldur á Afríkumótið.
Mohamed Salah er mættur aftur í leikmannahóp Liverpool, í síðasta leiknum áður en hann heldur á Afríkumótið. Getty/Liverpool FC

Það er fjörugur laugardagur fram undan á sportrásum Sýnar þar sem enski boltinn og HM í pílukasti verða áberandi.

Sýn Sport 2

Síðustu dagar hafa að miklu leyti snúist um Mohamed Salah og hann er í leikmannahópi Liverpool sem mætir Brighton klukkan 15.

Sýn Sport

Fleiri góðir leikir eru klukkan 15 og fylgst er með öllu sem gerist, og rúmlega það, í Doc Zone þar sem Hjörvar Hafliðason og félagar verða vel gíraðir. Eftir þáttinn er leikur Burnley og Fulham, og um kvöldið mætir topplið Arsenal svo botnliði Wolves, klukkan 20. Öll mörk dagsins má svo sjá í Laugardagsmörkunum eftir þann leik.

Sýn Sport Viaplay

HM í pílukasti heldur áfram og á degi þrjú hefst bein útsending klukkan 12:25, og svo aftur klukkan 19 um kvöldið. Rétt eftir miðnætti er svo NHL-leikur á milli Jets og Capitals.

Sýn Sport 4

Golfið er á Sýn Sport 4 og þar hefst bein útsending frá Alfred Dunhill Championship klukkan 9:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×