Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 11:48 Stefán Pálsson segir að stuðullinn á því að hann verði næsti formaður Vinstri grænna hljóti að vera ansi hár. Vísir/Einar Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í mars. Fyrr í vikunni hafði Össur Skarphéðinsson stungið niður penna á Facebook, eins og gjarnan, og slegið upp vangaveltum um framtíðarhorfur Vinstri grænna. Sagði hann Stefán Pálsson líklega „skarpasta kutinn í ræflinum sem eftir ef af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað.“ „Fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu“ Stefán segir að vikan hafi verið fjörug í pólitíkinni. „Ég fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu frá Össuri eftir að mér tókst að verða meme í Silfrinu,“ segir Stefán, en Össur birti færsluna í kjölfar Silfursins á Rúv þar sem orðaskipti Stefáns og Heimis Más Péturssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, vöktu mikla athygli. Stefán segir að í Vinstri grænum sé fullt af góðu fólki sem getur tekið það að sér að leiða flokkinn. „Þetta var fínt hjá Svandísi að tilkynna um þetta snemma, svo aðrir geti mátað sig við þetta og hugsað málin. Menn hafa þá eitthvað til að velta fyrir sér um jólin.“ „Það er hins vegar leiðinlegt að sjá á eftir formanninum. Ég held að Svandís sé einn af okkar betri stjórnmálamönnum.“ Ekki vænlegt fyrir vinstri vænginn að fylla hann af framboðum Stefán segir að flokkurinn eigi eftir að taka ýmsar ákvarðanir varðandi framboð í borginni í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. „En við skulum ekki gleyma því að við höfum reglulega séð hér kosningar sem hafa verið boðaðar með skömmum fyrirvara, þannig þótt framboðslistar liggi ekki fyrir hálfu ári fyrir kosningar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tilkynnti um það í gær að hún ætli að bjóða sig aftur fram í vor undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri. Hún ætli þó ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Stefán segir það ekki koma á óvart að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum. „Það verður bara forvitnilegt að fylgjast með því. Hún er ekkert að boða stofnun nýs flokks. En ég veit ekki hvort það sé vænlegt til árangurs fyrir vinstri vænginn að fylla hann af fjöldanum öllum af framboðum.“ Hann býst ekki við öðru en að starfandi stjórnmálaflokkur eins og Vinstri græn bjóði fram undir eigin formerkjum. „Ég man eftir því á sínum tíma þegar R-listinn bauð fram í fyrsta skipti. Áður en það gerðist höfðu allir sem að honum stóðu lýst því yfir að þeir ætluðu að bjóða fram sjálfir.“ „Það er alltaf hægt að breyta ákvörðunum ef aðstæður breytast. Við vitum að pólitík er bara list hins mögulega,“ segir Stefán. Vinstri græn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í mars. Fyrr í vikunni hafði Össur Skarphéðinsson stungið niður penna á Facebook, eins og gjarnan, og slegið upp vangaveltum um framtíðarhorfur Vinstri grænna. Sagði hann Stefán Pálsson líklega „skarpasta kutinn í ræflinum sem eftir ef af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað.“ „Fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu“ Stefán segir að vikan hafi verið fjörug í pólitíkinni. „Ég fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu frá Össuri eftir að mér tókst að verða meme í Silfrinu,“ segir Stefán, en Össur birti færsluna í kjölfar Silfursins á Rúv þar sem orðaskipti Stefáns og Heimis Más Péturssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, vöktu mikla athygli. Stefán segir að í Vinstri grænum sé fullt af góðu fólki sem getur tekið það að sér að leiða flokkinn. „Þetta var fínt hjá Svandísi að tilkynna um þetta snemma, svo aðrir geti mátað sig við þetta og hugsað málin. Menn hafa þá eitthvað til að velta fyrir sér um jólin.“ „Það er hins vegar leiðinlegt að sjá á eftir formanninum. Ég held að Svandís sé einn af okkar betri stjórnmálamönnum.“ Ekki vænlegt fyrir vinstri vænginn að fylla hann af framboðum Stefán segir að flokkurinn eigi eftir að taka ýmsar ákvarðanir varðandi framboð í borginni í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. „En við skulum ekki gleyma því að við höfum reglulega séð hér kosningar sem hafa verið boðaðar með skömmum fyrirvara, þannig þótt framboðslistar liggi ekki fyrir hálfu ári fyrir kosningar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tilkynnti um það í gær að hún ætli að bjóða sig aftur fram í vor undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri. Hún ætli þó ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Stefán segir það ekki koma á óvart að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum. „Það verður bara forvitnilegt að fylgjast með því. Hún er ekkert að boða stofnun nýs flokks. En ég veit ekki hvort það sé vænlegt til árangurs fyrir vinstri vænginn að fylla hann af fjöldanum öllum af framboðum.“ Hann býst ekki við öðru en að starfandi stjórnmálaflokkur eins og Vinstri græn bjóði fram undir eigin formerkjum. „Ég man eftir því á sínum tíma þegar R-listinn bauð fram í fyrsta skipti. Áður en það gerðist höfðu allir sem að honum stóðu lýst því yfir að þeir ætluðu að bjóða fram sjálfir.“ „Það er alltaf hægt að breyta ákvörðunum ef aðstæður breytast. Við vitum að pólitík er bara list hins mögulega,“ segir Stefán.
Vinstri græn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira