Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. desember 2025 15:02 Greiðslufyrirkomulag vegna lyfja mun taka breytingum um áramótin. Vísir/Vilhelm Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44