Körfubolti

Tryggvi lét mest til sín taka

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðsmiðherjinn átti góðan leik fyrir Bilbao.
Landsliðsmiðherjinn átti góðan leik fyrir Bilbao. Alberto Gardin/Eurasia Sport Images/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason átti öflugan leik fyrir Surne Bilbao í 93-75 sigri gegn Forca Lleida í 10. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Tryggvi var framlagshæstur allra leikmanna, skoraði 14 stig, greip 10 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 1 bolta og varði 3 skot.

Fyrri hálfleikurinn var spennandi, gestirnir tóku forystuna fyrst um sinn en Bilbao fór einu stigi yfir inn í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks náði Bilbao að bruna fram úr og taka forystu sem liðið lét aldrei af hendi.

Sigurinn fleytti Bilbao upp í 8. sæti deildarinnar, innan marka úrslitakeppninnar, en aðeins 10 af 34 umferðum hafa verið spilaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×