Körfubolti

„Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ade Murkey átti rosalega troðslu í leiknum á móti Tindastóli. Hápunktur hjá Álftanesi á annars mjög myrku kvöldi.
Ade Murkey átti rosalega troðslu í leiknum á móti Tindastóli. Hápunktur hjá Álftanesi á annars mjög myrku kvöldi. Sýn Sport

Kemi tilþrif tíundu umferðar Bónusdeildar karla í körfubolta voru heldur betur ekki af lakari gerðinni. Þau voru tekin saman í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi.

„Þetta var ekki jöfn umferð en Kemi-tilþrifin eru góð í þessari viku,“ sagði Stefán Árni Pálsson.

Þar mátti sjá hverja tilþrifatroðsluna á fætur annarri, þar á meðal tvær í röð frá Grindvíkingnum Arnóri Tristan Helgasyni og hann fylgdi því síðan eftir með að verja skot sem komst líka á listann.

„Hann er kominn með þrjú tilþrif í röð núna. Hann er með níu, átta og sjö,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

Það vantaði ekki yfirlýsingarnar hjá Stefáni þegar kom að þeim tilþrifum sem skipuðu fyrsta sætið á listanum.

„Tilþrif ársins koma hérna í fyrsta sæti í tíundu umferð. Þetta er geðveik troðsla,“ sagði Stefán um troðslu Tindastólsmannsins Taiwo Badmus sem var í öðru sæti.

„En troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð á þessu tímabili,“ sagði Stefán.

„Þessi er rosaleg. Það er líka brotið ansi hressilega á honum,“ sagði Hermann Hauksson um troðslu Álftnesingsins Ade Murkey. Það má sjá topp tíu listann tekinn fyrir í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Kemi tilþrif 10 umferðar Bónusdeildar karla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×