Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2025 12:25 Snæfríður og Snorri eru sundfólk ársins 2025 Myndir: Sundsamband Íslands Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Snorri Dagur Einarsson eru sundfólk ársins 2025. Frá þessu greinir Sundsamband Íslands í fréttatilkynningu til fjölmiðla í dag. Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins. Sund Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Snæfríður Sól er 25 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Þetta er í sjötta skipti sem hún er útnefnd sundkona ársins. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi árið 2025. Hún tryggði sér sjötta sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin í Póllandi fyrr í desember. Þar setti hún einnig tvö Íslandsmet, þar af eitt sem hafði staðið í 16 ár í 50m skriðsundi. Einnig bætti hún Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tæplega hálfa sekúndu, en sá tími er tuttugasti og þriðji besti tíminn í Evrópu frá upphafi. Snæfríður Sól JórunnardóttirMynd/Sundsamband Íslands Snæfríður Sól tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í Singapore í ágúst sl. og varð þar í 23. sæti í 200m skriðsundi og í 29. sæti í 100m skriðsundi. Snæfríður Sól hefur keppt fyrir Íslands hönd á tvennum Ólympíuleikum, árið 2021 i Tokyo og árið 2024 í París. Hún stefnir ótrauð á sína þriðju Ólympíuleika í Los Angeles árið 2028. Snæfríður Sól var ein þeirra sem fékk starfslaun úr launasjóði íþróttamanna sem án efa á eftir að hjálpa henni að ná enn betri árangri á næstu árum. „Snæfríður Sól er mikil fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk, en samhliða æfingum stundar hún nám í sálfræði við Álaborgar Háskóla í Danmörku. Þess má geta að hún var 160 daga við æfingar og keppni erlendis á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands Snorri Dagur Einarsson er tvítugur Hafnfirðingur sem syndir með Sundfélagi Hafnarfjarðar en hann hefur verið valinn sundmaður ársins 2025 hjá Sundsambandi Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Snorri Dagur er útnefndur sundmaður ársins. Snorri Dagur Einarssonmynd/simone castrovillari Snorri Dagur hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og hefur bætt tíma sína töluvert. Hann vann besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu í apríl í 50m laug og aftur á Íslandsmeistaramótinu í nóvember í 25m laug. Snorri Dagur tók þátt í EM U23 í Slóvakíu í sumar og komst í úrslit í 50m bringusundi og endaði í 4. sæti. Snorri Dagur keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í desember, en þar synti hann 100m bringusund á sínum allra besta tíma og varð í 32 sæti. „Snorri Dagur er einn þeirra sem fékk á dögunum starfslaun úr Launasjóði Íþróttamanna og mun það án efa hjálpa honum að ná enn betri árangri á næstu árum. Snorri Dagur stefnir ótrauður á næstu Ólympíuleika árið 2028 í Los Angeles,“ segir í tilkynningu sundsambandsins.
Sund Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum