Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar 15. desember 2025 14:01 Mér finnst íslenska leiðinleg. Þetta er fullyrðing sem kom ansi oft upp í huga minn þegar ég sat íslenskutíma í menntaskóla. Hún hefur hins vegar ekkert með tungumálið sjálft að gera. Mér þykir ofboðslega vænt um tungumálið og skemmtilegt að tala það. Við erum lánsöm hvað nýyrðasmíð hefur gengið vel þrátt fyrir miklar breytingar á samfélagsskipan og fjöldan allan af hugtökum, hugsunum og fyrirbærum sem hefur í fljótu bragði þurft að finna orð fyrir. Íslenskan mótar menninguna og fólkið sem býr á eyjunni okkar og hún er hluti af þeim kjarna sem myndar mig sem einstakling. Nei, vandamálið hefur ekkert með íslenskuna sjálfa að gera. Mér leiddist íslenskutímarnir af allt annarri ástæðu. Til að gera grein fyrir vandamálinu vil ég byrja á að fara yfir íslenskunámið mitt í Verzlunarskóla Íslands og helstu áhersluatriði þess. Lærði ég eitthvað af viti í íslensku? Í fyrsta áfanganum var meðal annars lögð áhersla á málsögu og setningafræði. Ég nefni setningafræðina sérstaklega vegna þess að ég hafði líka lært hana í grunnskóla, ólíkt flestum bekkjarsystkinum mínum. Í grunnskólanum man ég eftir að einum félaga mínum þótti hún tilgangslaus og spurði kennarann til hvers við værum að læra þetta. Svar kennarans var eitthvað á þá leið að henni þætti setningafræðin ekki besta nýtingin á tíma okkar en vegna þess að hún væri kennd í flestum menntaskólum væri ætlunin að við hefðum grunn í henni þegar þar að kæmi. Þegar ég hafði síðan setið nokkra tíma í setningafræði í menntaskóla spurði skólasystir mín svipaðrar spurningar, og fékk það svar að kennaranum þætti þetta reyndar frekar tilgangslítið! Í næstu tveimur áföngum var áherslan á Snorra-Eddu og Egils sögu. Þeim áföngum hafði ég mest gaman af og er sammála mikilvægi þess að lesa bókmenntir frá blómaskeiði íslenskrar ritmenningar á 13. öld. Að vísu var útgáfan af Eglu sem við lásum bæði stytt og einfölduð, sem margir munu eflaust hrista hausinn yfir. Síðasti áfanginn og sannarlega sá sísti hét Íslenska – nútímabókmenntir. Það er alveg afskaplega kaldhæðnislegur titill fyrir þann áfanga enda voru lesnar nákvæmlega 0 íslenskar nútímabókmenntir í fullri lengd. Helsta lesefnið fjallaði um mismunandi tímabil í nútímabókmenntasögu, frá upplýsingunni að póstmódernisma, og einkenni þeirra. Ég gat hreinlega ekki séð tilganginn í þessu, og það var sérstaklega erfitt þegar maður hafði varla komist í kynni við list sem fellur undir þessar stefnur. Af hverju er íslenska leiðinleg? Ég hef eytt miklum tíma í að velta þessu fyrir mér. Kenningin mín er sú að vandinn liggi í því að íslenska er kennd sem fræðigrein, en ekki sem tungumál. Rauði þráðurinn í öllu því sem ég nefndi að ofan er að nemendur horfðu á íslenskuna frá sögulegu sjónarhorni, eða þá málvísindalegu. Það er mikilvægt að skoða tungumál með slíkum aðferðum, en þegar tíminn til að veita formlega menntun um málið er svona naumur getur það bara ekki verið aðalatriðið. Meðalstúdentinn mun ekki ná að kafa nógu djúpt í þessi viðfangsefni til þess að þau nýtist honum. Í staðinn tel ég að leggja ætti meiri áherslu á skrif, í formi ritgerða en jafnmikilvæg eru skapandi skrif. Látum nemendur spreyta sig meira á að skapa sín eigin ljóð og sögur, þjálfum þá í nýyrðasmíð og fáum þá til að átta sig á því að tungumálið er ekki bara Snorra Sturlusonar og Jónasar Hallgrímssonar, það er líka okkar. Þar að auki tel ég að leggja þurfi meiri áherslu á lesskilning og orðaforða. Lesskilningur er lykillinn að því að skilja heiminn í kringum okkur, kvikmyndir, fréttir, stjórnmál, annað fólk. Það vita líka allir sem hafa talað við manneskju með ríkan orðaforða að samtöl við hana eru skemmtilegri og áhugaverðari! Það skrýtnasta við þetta allt saman er að annað mál sem framhaldsskólanemar leggja stund á, enska, er ekki kennd á þennan hátt. Þar er einmitt lögð áhersla á lesskilning og orðaforða, að nemendur geti gert grein fyrir og túlkað það sem þeir lesa og heyra og komið hugmyndum sínum á framfæri. Þar er ætlast til að nemandi sé undirbúinn undir notkun enskunnar á sviði akademíu og viðskipta, þannig sem hún mun nýtast honum í samskiptum, framhaldsnámi og atvinnu. Hvers vegna í ósköpunum á hið sama ekki við um okkar eigið mál? Við megum ekki hátta íslenskukennslu líkt og verið sé að fjalla um liðna tíð. Íslenskan er lifandi. Þeir sem tala hana þurfa ekki að vitna í heimildir, þeir byggja á sínum sopa af skáldamiðinum (sko, eitthvað lærði ég!). Ef íslenskukennsla er ekkert annað en sagnfræði myndast sjálfkrafa þau hugrenningartengsl að hún sé þegar dauð, og það er fyrst þá sem hún tekur að deyja. Að þessu sögðu tel ég mikilvægt að taka fram að ég var með marga frábæra íslenskukennara í grunn- og menntaskóla, og þeir kenndu málið vel og af áhuga. Í þessum pistli bendi ég á það sem betur mætti fara að mínu mati, og því hljóma ég óhjákvæmilega neikvæður, en það má ekki gleymast að ástríða mín fyrir þessu viðfangsefni kemur frá gömlum kennurum mínum. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut. Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Mér finnst íslenska leiðinleg. Þetta er fullyrðing sem kom ansi oft upp í huga minn þegar ég sat íslenskutíma í menntaskóla. Hún hefur hins vegar ekkert með tungumálið sjálft að gera. Mér þykir ofboðslega vænt um tungumálið og skemmtilegt að tala það. Við erum lánsöm hvað nýyrðasmíð hefur gengið vel þrátt fyrir miklar breytingar á samfélagsskipan og fjöldan allan af hugtökum, hugsunum og fyrirbærum sem hefur í fljótu bragði þurft að finna orð fyrir. Íslenskan mótar menninguna og fólkið sem býr á eyjunni okkar og hún er hluti af þeim kjarna sem myndar mig sem einstakling. Nei, vandamálið hefur ekkert með íslenskuna sjálfa að gera. Mér leiddist íslenskutímarnir af allt annarri ástæðu. Til að gera grein fyrir vandamálinu vil ég byrja á að fara yfir íslenskunámið mitt í Verzlunarskóla Íslands og helstu áhersluatriði þess. Lærði ég eitthvað af viti í íslensku? Í fyrsta áfanganum var meðal annars lögð áhersla á málsögu og setningafræði. Ég nefni setningafræðina sérstaklega vegna þess að ég hafði líka lært hana í grunnskóla, ólíkt flestum bekkjarsystkinum mínum. Í grunnskólanum man ég eftir að einum félaga mínum þótti hún tilgangslaus og spurði kennarann til hvers við værum að læra þetta. Svar kennarans var eitthvað á þá leið að henni þætti setningafræðin ekki besta nýtingin á tíma okkar en vegna þess að hún væri kennd í flestum menntaskólum væri ætlunin að við hefðum grunn í henni þegar þar að kæmi. Þegar ég hafði síðan setið nokkra tíma í setningafræði í menntaskóla spurði skólasystir mín svipaðrar spurningar, og fékk það svar að kennaranum þætti þetta reyndar frekar tilgangslítið! Í næstu tveimur áföngum var áherslan á Snorra-Eddu og Egils sögu. Þeim áföngum hafði ég mest gaman af og er sammála mikilvægi þess að lesa bókmenntir frá blómaskeiði íslenskrar ritmenningar á 13. öld. Að vísu var útgáfan af Eglu sem við lásum bæði stytt og einfölduð, sem margir munu eflaust hrista hausinn yfir. Síðasti áfanginn og sannarlega sá sísti hét Íslenska – nútímabókmenntir. Það er alveg afskaplega kaldhæðnislegur titill fyrir þann áfanga enda voru lesnar nákvæmlega 0 íslenskar nútímabókmenntir í fullri lengd. Helsta lesefnið fjallaði um mismunandi tímabil í nútímabókmenntasögu, frá upplýsingunni að póstmódernisma, og einkenni þeirra. Ég gat hreinlega ekki séð tilganginn í þessu, og það var sérstaklega erfitt þegar maður hafði varla komist í kynni við list sem fellur undir þessar stefnur. Af hverju er íslenska leiðinleg? Ég hef eytt miklum tíma í að velta þessu fyrir mér. Kenningin mín er sú að vandinn liggi í því að íslenska er kennd sem fræðigrein, en ekki sem tungumál. Rauði þráðurinn í öllu því sem ég nefndi að ofan er að nemendur horfðu á íslenskuna frá sögulegu sjónarhorni, eða þá málvísindalegu. Það er mikilvægt að skoða tungumál með slíkum aðferðum, en þegar tíminn til að veita formlega menntun um málið er svona naumur getur það bara ekki verið aðalatriðið. Meðalstúdentinn mun ekki ná að kafa nógu djúpt í þessi viðfangsefni til þess að þau nýtist honum. Í staðinn tel ég að leggja ætti meiri áherslu á skrif, í formi ritgerða en jafnmikilvæg eru skapandi skrif. Látum nemendur spreyta sig meira á að skapa sín eigin ljóð og sögur, þjálfum þá í nýyrðasmíð og fáum þá til að átta sig á því að tungumálið er ekki bara Snorra Sturlusonar og Jónasar Hallgrímssonar, það er líka okkar. Þar að auki tel ég að leggja þurfi meiri áherslu á lesskilning og orðaforða. Lesskilningur er lykillinn að því að skilja heiminn í kringum okkur, kvikmyndir, fréttir, stjórnmál, annað fólk. Það vita líka allir sem hafa talað við manneskju með ríkan orðaforða að samtöl við hana eru skemmtilegri og áhugaverðari! Það skrýtnasta við þetta allt saman er að annað mál sem framhaldsskólanemar leggja stund á, enska, er ekki kennd á þennan hátt. Þar er einmitt lögð áhersla á lesskilning og orðaforða, að nemendur geti gert grein fyrir og túlkað það sem þeir lesa og heyra og komið hugmyndum sínum á framfæri. Þar er ætlast til að nemandi sé undirbúinn undir notkun enskunnar á sviði akademíu og viðskipta, þannig sem hún mun nýtast honum í samskiptum, framhaldsnámi og atvinnu. Hvers vegna í ósköpunum á hið sama ekki við um okkar eigið mál? Við megum ekki hátta íslenskukennslu líkt og verið sé að fjalla um liðna tíð. Íslenskan er lifandi. Þeir sem tala hana þurfa ekki að vitna í heimildir, þeir byggja á sínum sopa af skáldamiðinum (sko, eitthvað lærði ég!). Ef íslenskukennsla er ekkert annað en sagnfræði myndast sjálfkrafa þau hugrenningartengsl að hún sé þegar dauð, og það er fyrst þá sem hún tekur að deyja. Að þessu sögðu tel ég mikilvægt að taka fram að ég var með marga frábæra íslenskukennara í grunn- og menntaskóla, og þeir kenndu málið vel og af áhuga. Í þessum pistli bendi ég á það sem betur mætti fara að mínu mati, og því hljóma ég óhjákvæmilega neikvæður, en það má ekki gleymast að ástríða mín fyrir þessu viðfangsefni kemur frá gömlum kennurum mínum. Höfundur er laganemi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun