„Við vitum að áföllin munu koma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2025 13:02 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis og María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan. Skýrsla rannsóknanefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík var birt í gær. Forseti Alþingis segir skýrsluna lýsa vel staðreyndum í aðdragandanda atburðanna. „Skýrslan svarar þeim álitamálum, þeim surningum sem þingsályktunartillagan sem samþykkt var vorið 2024 lagði upp með. Þetta er vönduð og ítarleg skýrsla,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skýrslan nái ágætlega utan um staðreyndir „Það var langur aðdragandi að því [skipun rannsóknarnefndar] og mér sýnist skýrslan ná ágætlega utan um það að lýsa staðreyndum og fara yfir það sem gerðist í aðdraganda snjóflóðsins. Fara yfir hættumat, skipulagsmál, samskipti og annað slíkt.“ Í skýrslunni voru tiltekin ýmis atriði í aðdraganda flóðsins sem betur hefðu mátt fara. Þórunn segir Íslendinga betur í stakk búna nú að takast á við atburði af álíka stærðargráðu. „Eftir snjóflóðið 1995 í Súðavík og á Flateyri þá voru ofanflóðavarnir endurskoðaðar á öllu landinu og það hafa verið byggðir varnargarðar. Almannavarnarkerfið hefur verið endurskoðað og allt skipulag er með öðrum hætti en fyrir 30 árum.“ Þórunn segir ekkert benda til þess að skipa þurfi rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins á Flateyri í október 1995 og sambærilegar óskir eftirlifenda ekki borist þar um. „Rannsóknarskýrsla talar auðvitað fyrir sig sjálf. Það er líka mjög mikilvægt að bæði þau sem höfðu áratugum saman beðið um slíka úttekt bregðist við. Að allir þeir sem hlut eiga að máli geti kynnt sér efni hennar og tjáð sig um það óhikað.“ „Við vitum að áföllin munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim“ Skýrslan fer nú í hendur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem ræddi skýrsluna á fundi sínum í morgun. María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Flateyringur tók málið upp á Alþingi í morgun. „Þetta er mál sem stendur mér nærri sem Flateyringur og Vestfirðingur. Við erum góð í viðbragði en við gætum gert betur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Við erum áfallasamfélag, við kunnum að keyra í gegnum skafla en hvað svo?“ spurði María Rut. „Við verðum að vera betri að hlúa að fólki eftir að áfall á sér stað því samfélagið situr eftir með margar spurningar og opið sár. Við þekkjum þessa sögu og að mínu mati ættum við að setja allan fókus að tryggja að svo verði ekki aftur. Við vitum að áföllin þau munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim.“ María Rut nefndi dæmi um samfélög sem lent hafa í áföllum og sagði mikilvægt að fólk yrði ekki skilið eftir. „Við eigum líka nærtæk dæmi um áföll. Ég get nefnt Grindavík, Seyðisfjörð, Neskaupstað og víðar þar sem börn hafa setið eftir og fólk í samfélögunum með margar spurningar. Við verðum að geta tekið samtalið um hvað svo, ekki skilja fólkið eftir eitt með spurningarnar,“ sagði María Rut Kristinsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Almannavarnir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Skýrsla rannsóknanefndar Alþingis um snjóflóðið í Súðavík var birt í gær. Forseti Alþingis segir skýrsluna lýsa vel staðreyndum í aðdragandanda atburðanna. „Skýrslan svarar þeim álitamálum, þeim surningum sem þingsályktunartillagan sem samþykkt var vorið 2024 lagði upp með. Þetta er vönduð og ítarleg skýrsla,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skýrslan nái ágætlega utan um staðreyndir „Það var langur aðdragandi að því [skipun rannsóknarnefndar] og mér sýnist skýrslan ná ágætlega utan um það að lýsa staðreyndum og fara yfir það sem gerðist í aðdraganda snjóflóðsins. Fara yfir hættumat, skipulagsmál, samskipti og annað slíkt.“ Í skýrslunni voru tiltekin ýmis atriði í aðdraganda flóðsins sem betur hefðu mátt fara. Þórunn segir Íslendinga betur í stakk búna nú að takast á við atburði af álíka stærðargráðu. „Eftir snjóflóðið 1995 í Súðavík og á Flateyri þá voru ofanflóðavarnir endurskoðaðar á öllu landinu og það hafa verið byggðir varnargarðar. Almannavarnarkerfið hefur verið endurskoðað og allt skipulag er með öðrum hætti en fyrir 30 árum.“ Þórunn segir ekkert benda til þess að skipa þurfi rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins á Flateyri í október 1995 og sambærilegar óskir eftirlifenda ekki borist þar um. „Rannsóknarskýrsla talar auðvitað fyrir sig sjálf. Það er líka mjög mikilvægt að bæði þau sem höfðu áratugum saman beðið um slíka úttekt bregðist við. Að allir þeir sem hlut eiga að máli geti kynnt sér efni hennar og tjáð sig um það óhikað.“ „Við vitum að áföllin munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim“ Skýrslan fer nú í hendur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem ræddi skýrsluna á fundi sínum í morgun. María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Flateyringur tók málið upp á Alþingi í morgun. „Þetta er mál sem stendur mér nærri sem Flateyringur og Vestfirðingur. Við erum góð í viðbragði en við gætum gert betur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Við erum áfallasamfélag, við kunnum að keyra í gegnum skafla en hvað svo?“ spurði María Rut. „Við verðum að vera betri að hlúa að fólki eftir að áfall á sér stað því samfélagið situr eftir með margar spurningar og opið sár. Við þekkjum þessa sögu og að mínu mati ættum við að setja allan fókus að tryggja að svo verði ekki aftur. Við vitum að áföllin þau munu koma og það skiptir máli að við vinnum úr þeim.“ María Rut nefndi dæmi um samfélög sem lent hafa í áföllum og sagði mikilvægt að fólk yrði ekki skilið eftir. „Við eigum líka nærtæk dæmi um áföll. Ég get nefnt Grindavík, Seyðisfjörð, Neskaupstað og víðar þar sem börn hafa setið eftir og fólk í samfélögunum með margar spurningar. Við verðum að geta tekið samtalið um hvað svo, ekki skilja fólkið eftir eitt með spurningarnar,“ sagði María Rut Kristinsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Almannavarnir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira