Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. desember 2025 12:47 Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata. Vísir/Lýður Valberg Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra. Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra.
Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira