Lífið samstarf

Augna­blikin sem urðu að minni þjóðar

Lestrarklefinn
Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari hefur fangað söguleg augnablik þjóðarinnar í fimmtíu ár. Nú er komin út bók með myndum Gunnars sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman.  
Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari hefur fangað söguleg augnablik þjóðarinnar í fimmtíu ár. Nú er komin út bók með myndum Gunnars sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman.  

Jana Hjörvar fjallar um bækur á menninarvefnum Lestrarklefinn. Hún tekur þar fyrir bók Gunnars V. Andréssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Spegill þjóðar: fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær. Jana hefur þetta að segja um bókina.

Það er eitthvað sérstakt við fréttaljósmyndir sem lifa lengur en sjálft dagblaðið eða fréttatíminn. Þær birtast aftur og aftur í blöðum, bókum, á fréttavefsíðum og eru svo orðnar að eins konar sameiginlegu minni okkar um ákveðna atburði. 

Það eru slíkar myndir sem prýða bókina Spegill þjóðar : fréttamyndir í fimmtíu árog sagan á bak við þær eftir Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson. 

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Það kemur því ekki á óvart að bókin sé tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis.

Fréttamyndir og saga þjóðar

Gunnar V. Andrésson er einn af áhrifamestu fréttaljósmyndurum landsins og spannar ferill hans um hálfa öld. Margar af hans myndum eru orðnar táknmyndir í sögu þjóðarinnar. 

Myndir sem við grípum ósjálfrátt til þegar minnst er tiltekins atburðar eða tímabils. Í bókina hefur Gunnar valið á annað hundrað ljósmynda úr safni sínu og Sigmundur Ernir hefur tekið saman sögur Gunnars um þær og sett í lifandi, skýran texta.

Bókin sjálf er vegleg og fallega hönnuð og pappírinn þannig að myndirnar fá að njóta sín. Uppsetning hennar er svo einföld og áhrifarík. 

Ein opna með einni mynd og einni sögu. Myndunum er raðað í tímaröð og fylgja ferli Gunnars frá hans fyrstu skrefum sem ungs ljósmyndara yfir í reyndan og snjallan ljósmyndara sem hefur fylgst með ýmsum viðburðum þjóðarinnar í gegnum árin. 

Þessi tímalína sem nær yfir fimmtíu ár gerir bókina að nokkurskonar myndrænni sögu þjóðar þar sem pólitík, mótmæli, gleði, sorg og hversdagslegt mannlíf mætist. Það sem gerir bókina svo sérstaklega skemmtilega er hvernig texti Sigmundar gefur enn meiri innsýn inn í sjálfar myndirnar. 

Jana Hjörvar fjallar um bækur í Lestrarklefanum

Gunnar segir frá aðdraganda myndanna sem einkennist oft af tilviljunum, heppni, úthaldi eða jafnvel hreinum mistökum. Sigmundur grípur það og sníðir texta sem dýpkar samhengið og setur myndirnar inn í stærra, sögulegt landslag. Hver ljósmynd fær þannig aukna dýpt. Hún er ekki lengur bara stök mynd af einhverju viðfangsefni heldur hluti af frásögn um sögu fjölmiðla og samfélagið sjálft.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.