Handbolti

Snorri kynnti EM-strákana okkar

Sindri Sverrisson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að velja sinn EM-hóp og hefur eflaust notið hjálpar aðstoðarþjálfarans Arnórs Atlasonar.
Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að velja sinn EM-hóp og hefur eflaust notið hjálpar aðstoðarþjálfarans Arnórs Atlasonar. vísir/Vilhelm

HSÍ hélt blaðamannafund í húsakynnum Arion í dag, þar sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari skýrði frá vali sínu á landsliðshópnum sem fer á EM í handbolta í janúar. 

Snorri hefur áður valið þá 35 menn sem hægt verður að kalla í hvenær sem er þar til að mótinu lýkur. Nú er komið að því að skera niður og segja til um hverjir fara á sjálft mótið.

Ísland byrjar á að spila í riðlakeppni í Kristianstad í Svíþjóð, við Ítalíu 16. janúar, Pólland 20. janúar og Ungverjaland 22. janúar. Tvö lið komast svo áfram í milliriðil í Malmö.

Sjá má upptöku í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Snorri velur EM-hópinn

Snorri valdi átján manna EM-hóp og er að auki með þá Þorstein Leó Gunnarsson og Einar Baldvin Baldvinsson í æfingahópnum.

EM-hópur Íslands 2026.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×