„Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. desember 2025 22:14 Finnur Freyr fer yfir málin með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Valsmenn þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum í leik kvöldsins, sem leikinn var í Seljaskóla sökum þess að Skógarselið var upptekið undir tónleika MC Gauta. Lokatölur 82-85, í hörkuleik. „Það var svona retro-stemning hérna í Seljaskóla í kvöld,“ sagði Finnur í leikslok. „Það er gaman að koma hérna. Seljaskóli og Ljónagryfjan. Þetta eru svona alvöru gryfjur og það er gaman að spila hérna. ÍR-ingarnir, studdir vel af sínu fólki, eru bara drulluflottir. Það er erfitt að vinna á útivelli í þessari deild og við vorum með mislagðar hendur á löngum köflum, en ég er ánægður með að spila ekki betur en þetta en vinna samt.“ Hann segir að það hafi verið mikilvægt að ná að endurstilla liðið í hálfleik, eftir að ÍR-ingar voru búnir að ná að hleypa leiknum upp. „Okkur er búið að ganga bara mjög vel undanfarið og þá fer kannski að slakna aðeins á mönnum. Þessir tveir leikir í vikunni eru kannski ekki búnir að vera neitt sérstaklega góðir. En þá er kannski bara fínt að fá smá hörku og aðeins að minna menn á að það þarf að hafa fyrir þessu.“ „Við erum enn að læra á hópinn og það er mikil hlutverkabreyting við það að fá Keyshawn Woods inn í þetta og við þurfum að ná að tvinna þetta saman.“ Hann segir þó að Valsmenn muni líklega ekki nýta jólafríið í að æfa grunnatriðin, þrátt fyrir að þau hafi ekki verið að ganga sem skyldi í kvöld. „Ég held að það séu fáir í meistaraflokki að vinna eitthvað sérstaklega í lay-up æfingum og vítaæfingum. Ég held að það sé bara eitthvað sem snýr að einbeitingu og þess háttar. Ég veit alveg að þessir strákar eru þannig að þegar þeir mæta klárir þá eru þeir klárir. Ég hef engar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum,“ sagði Finnur að lokum. Bónus-deild karla Valur ÍR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Sjá meira
Valsmenn þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum í leik kvöldsins, sem leikinn var í Seljaskóla sökum þess að Skógarselið var upptekið undir tónleika MC Gauta. Lokatölur 82-85, í hörkuleik. „Það var svona retro-stemning hérna í Seljaskóla í kvöld,“ sagði Finnur í leikslok. „Það er gaman að koma hérna. Seljaskóli og Ljónagryfjan. Þetta eru svona alvöru gryfjur og það er gaman að spila hérna. ÍR-ingarnir, studdir vel af sínu fólki, eru bara drulluflottir. Það er erfitt að vinna á útivelli í þessari deild og við vorum með mislagðar hendur á löngum köflum, en ég er ánægður með að spila ekki betur en þetta en vinna samt.“ Hann segir að það hafi verið mikilvægt að ná að endurstilla liðið í hálfleik, eftir að ÍR-ingar voru búnir að ná að hleypa leiknum upp. „Okkur er búið að ganga bara mjög vel undanfarið og þá fer kannski að slakna aðeins á mönnum. Þessir tveir leikir í vikunni eru kannski ekki búnir að vera neitt sérstaklega góðir. En þá er kannski bara fínt að fá smá hörku og aðeins að minna menn á að það þarf að hafa fyrir þessu.“ „Við erum enn að læra á hópinn og það er mikil hlutverkabreyting við það að fá Keyshawn Woods inn í þetta og við þurfum að ná að tvinna þetta saman.“ Hann segir þó að Valsmenn muni líklega ekki nýta jólafríið í að æfa grunnatriðin, þrátt fyrir að þau hafi ekki verið að ganga sem skyldi í kvöld. „Ég held að það séu fáir í meistaraflokki að vinna eitthvað sérstaklega í lay-up æfingum og vítaæfingum. Ég held að það sé bara eitthvað sem snýr að einbeitingu og þess háttar. Ég veit alveg að þessir strákar eru þannig að þegar þeir mæta klárir þá eru þeir klárir. Ég hef engar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum,“ sagði Finnur að lokum.
Bónus-deild karla Valur ÍR Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Sjá meira