Setti heimsmet fyrir mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 07:31 Sam King með móður sinni í markinu og með heimsmetsborðann. @fatboysking Það geta ekki margir klárað fimmtíu kílómetra ofurhlaup einu sinni, hvað þá að gera það á næstum því áttíu dögum í röð. Það mikla afrek vann ungur Breti. Sam King setti nýtt heimsmet í ofurmarkaþonghlaupum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra hlaup á hverjum degi á 79 dögum í röð. King gerði þetta fyrir gott málefni en einnig fyrir móður sína. Það sem gerir afrekið nefnilega enn magnaðra er sagan á bak við það. Fyrr á þessu ári lifði móðir Sams af heilablæðingu sem nærri dró hana til dauða. Barðist í gegnum meiðsli, veikindi og lítinn svefn Það sem byrjaði sem fjáröflun fyrir Headway-samtökin í Bretlandi breyttist í mikla þrekraun þar sem Sam mætti dag eftir dag án hvíldar og barðist í gegnum meiðsli, veikindi, lítinn svefn og vetraraðstæður. King hóf áskorunina í september og móðir hans, Penny, var við marklínuna í heimabæ hans, Frinton-on-Sea í Essex, ásamt vinum og fjölskyldu, sem hann sagði að hefði verið „alveg magnað“. Besta sem ég hef upplifað á ævinni „Ég hef ekki leyft mér að hugsa lengra en einn dag í einu og ég hef ekki leyft mér að hugsa um endamarkið, en það sem gerðist rétt í þessu, fyrir framan alla þarna, var eitt það besta sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði Sam King við breska ríkisútvarpið. Þessi reyndi þolíþróttahlaupari telur sig hafa slegið heimsmetið fyrir flest ofurmaraþon sem karlmaður hefur hlaupið á samfelldum dögum. King, sem var eitt sinn efsti leikmaður heims í tölvuleiknum Call of Duty, vó um 121 kg fyrir átta árum. Hann glímdi á bak við tjöldin við andlega og líkamlega heilsu sína. Hann lagði skrifborðsáhugamálið á hilluna til að byrja að hlaupa og varð fljótlega heltekinn af erfiðum þolraunum, þar á meðal ofurmaraþonum nálægt Kilimanjaro-fjalli í Tansaníu. View this post on Instagram A post shared by UNREEL (@extremeofficial) En móðir hans fékk lífsbreytandi heilablæðingu fyrr á þessu ári. Hann sagði upp starfi sínu í London og flutti aftur til Essex og hefur síðan hlaupið 50 km á hverjum degi síðustu 79 daga. Eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar King ætlaði upphaflega að takmarka sig við 74 maraþon, eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar áður en hún veiktist, en hækkaði töluna „til að enda á sunnudegi, fyrir utan kirkjuna hennar mömmu“. „Fyrstu vikurnar var ég líka mjög veikur og meiddur á meðan líkaminn var að aðlagast því sem ég var að gera, svo það var erfitt. En ég hef elskað þetta, þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri,“ sagði King. Mestur hluti áskorunarinnar hefur farið fram í Frinton og hann sagðist hafa safnað meira en sextíu þúsund pundum af 74 þúsund punda markmiði sínu. Headway eru bresk góðgerðarsamtök sem vinna að því að bæta lífsgæði fólks eftir heilaskaða. Þau veita mikilvægan stuðning, þjónustu og upplýsingar til þeirra sem hafa lifað af heilaskaða, fjölskyldna þeirra og umönnunaraðila. View this post on Instagram A post shared by Sam King (Sking) (@fatboysking) Hlaup Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Það mikla afrek vann ungur Breti. Sam King setti nýtt heimsmet í ofurmarkaþonghlaupum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra hlaup á hverjum degi á 79 dögum í röð. King gerði þetta fyrir gott málefni en einnig fyrir móður sína. Það sem gerir afrekið nefnilega enn magnaðra er sagan á bak við það. Fyrr á þessu ári lifði móðir Sams af heilablæðingu sem nærri dró hana til dauða. Barðist í gegnum meiðsli, veikindi og lítinn svefn Það sem byrjaði sem fjáröflun fyrir Headway-samtökin í Bretlandi breyttist í mikla þrekraun þar sem Sam mætti dag eftir dag án hvíldar og barðist í gegnum meiðsli, veikindi, lítinn svefn og vetraraðstæður. King hóf áskorunina í september og móðir hans, Penny, var við marklínuna í heimabæ hans, Frinton-on-Sea í Essex, ásamt vinum og fjölskyldu, sem hann sagði að hefði verið „alveg magnað“. Besta sem ég hef upplifað á ævinni „Ég hef ekki leyft mér að hugsa lengra en einn dag í einu og ég hef ekki leyft mér að hugsa um endamarkið, en það sem gerðist rétt í þessu, fyrir framan alla þarna, var eitt það besta sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði Sam King við breska ríkisútvarpið. Þessi reyndi þolíþróttahlaupari telur sig hafa slegið heimsmetið fyrir flest ofurmaraþon sem karlmaður hefur hlaupið á samfelldum dögum. King, sem var eitt sinn efsti leikmaður heims í tölvuleiknum Call of Duty, vó um 121 kg fyrir átta árum. Hann glímdi á bak við tjöldin við andlega og líkamlega heilsu sína. Hann lagði skrifborðsáhugamálið á hilluna til að byrja að hlaupa og varð fljótlega heltekinn af erfiðum þolraunum, þar á meðal ofurmaraþonum nálægt Kilimanjaro-fjalli í Tansaníu. View this post on Instagram A post shared by UNREEL (@extremeofficial) En móðir hans fékk lífsbreytandi heilablæðingu fyrr á þessu ári. Hann sagði upp starfi sínu í London og flutti aftur til Essex og hefur síðan hlaupið 50 km á hverjum degi síðustu 79 daga. Eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar King ætlaði upphaflega að takmarka sig við 74 maraþon, eitt fyrir hvert ár í lífi móður sinnar áður en hún veiktist, en hækkaði töluna „til að enda á sunnudegi, fyrir utan kirkjuna hennar mömmu“. „Fyrstu vikurnar var ég líka mjög veikur og meiddur á meðan líkaminn var að aðlagast því sem ég var að gera, svo það var erfitt. En ég hef elskað þetta, þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri,“ sagði King. Mestur hluti áskorunarinnar hefur farið fram í Frinton og hann sagðist hafa safnað meira en sextíu þúsund pundum af 74 þúsund punda markmiði sínu. Headway eru bresk góðgerðarsamtök sem vinna að því að bæta lífsgæði fólks eftir heilaskaða. Þau veita mikilvægan stuðning, þjónustu og upplýsingar til þeirra sem hafa lifað af heilaskaða, fjölskyldna þeirra og umönnunaraðila. View this post on Instagram A post shared by Sam King (Sking) (@fatboysking)
Hlaup Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira