Fótbolti

Hrannar Snær til Noregs

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hrannar Snær Magnússon hefur samið við Kristiansund í Noregi.
Hrannar Snær Magnússon hefur samið við Kristiansund í Noregi. Mynd/Kristiansund

Kristiansund í Noregi tilkynnti í kvöld um komu kantmannsins Hrannars Snæs Magnússonar til liðsins frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Hinn 23 ára gamli Hrannar Snær fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í efstu deild í sumar og var besti leikmaður Mosfellinga sem féllu á sínu fyrsta ári á meðal þeirra bestu. Hann skoraði tólf mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni.

Lið víða af, hér heima og erlendis, hafa borið víurnar í Hrannar að undanförnu en hann hefur fundið nýjan samastað í Kristiansund í Noregi. Liðið hélt naumlega sæti sínu í efstu deild á nýliðinni leiktíð.

Afturelding greindi frá skiptum hans á samfélagsmiðlum liðsins í kvöld sem og Kristiansund á heimasíðu norska félagsins.

Hrannar skrifar undir þriggja ára samning, út leiktíðina 2028.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×