Körfubolti

„Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, fer sáttur inn í jólafríið.
Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, fer sáttur inn í jólafríið. Vísir/Hulda Margrét

Steinar Kaldal, þjálfari karlaliðs Ármanns í körfubolta, var sáttur við frammistöðuna og mikilvæg stig sem liðið landaði með sigri í leik liðsins gegn ÍA í 11. umferð Bónus-deildarinnar í kvöld. 

„Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur og ég er ofboðslega ánægður með hvernig við mættum til leiks og spiluðum heilt yfir fyrir utan stuttan slakan kafla í þriðja leikhluta,“ sagði Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, að leik loknum.

„Þeir spiluðu fast á okkur og mér fannst við ekki bregðast alveg nógu vel við því. Við náðum hins vegar áttum, hertum á klónni aftur í vörninni og náðum ró og skynsemi í sóknarleikinn á nýjan leik. Þetta var flott og heilsteypt frammistaða og við hleyptum þeim aldrei almennilega inn í leikinn sem er jákvætt,“ sagði Steinar enn fremur.

„Þetta var fjögurra stiga leikur og það skipti sköpum að næla í sigur. Við fengum flott framlag frá Ingva Þór og margir leikmenn í okkar liði sem eru að þroskast og þróast í rétta átt. Mig vantar ennþá aðeins meira framlag frá Woolbright en ég er viss um það mun koma,“ sagði hann.

„Mig langar síðan að gefa shotout á Sævar Sævarsson sem skaut á lýkkið mitt á hárgreiðsluna mína í desember. Ég fór til rakarans í dag og hann ferskti aðeins upp á mig og ég vona að ég líti betur út. Nú mun svo jólastekin bragðast betur í ljósa þessa sigurs en í kjölfarið munum æfa vel og mæta klárir til leiks á nýju ári. Við ætlum að sjálfsögðu að berjast fyrir sæti okkar allt til enda,“ sagði þjálfarinn borubrattur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×