Íslenski boltinn

Breiða­blik kaupir Jónatan frá Norrköping

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jónatan Guðni Arnarsson á nýja heimavellinum.
Jónatan Guðni Arnarsson á nýja heimavellinum. breiðablik

Hinn átján ára Jónatan Guðni Arnarsson er genginn í raðir Breiðabliks frá sænska liðinu Norrköping.

Jónatan er uppalinn hjá Fjölni en samdi við Norrköping í febrúar á þessu ári. Hann lék tíu leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.

Norrköping féll og Jónatan hefur nú róið aftur á íslensk mið. Svo gæti farið að samherji hans, Arnór Ingvi Traustason, fari einnig frá Norrköping í Bestu deildina en hann er orðaður við KR.

Tímabilinu 2025 hjá Breiðabliki lauk á fimmtudaginn þegar liðið tapaði, 3-1, fyrir Strasbourg í Sambandsdeild Evrópu. Blikar enduðu í 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar 2024.

Jónatan lék tuttugu leiki í deild og bikar með Fjölni 2024 og skoraði tvö mörk. Hann hefur leikið fimmtán leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×