Fótbolti

Kongóliðar byrja á sigri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bláklæddur Bongonda skoraði sigurmarkið.
Bláklæddur Bongonda skoraði sigurmarkið. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Lýðveldið Kongó hefur Afríkukeppnina á sigri. Liðið vann 1-0 sigur á Benín í D-riðli mótsins í Rabat í Marokkó í dag.

Belgíski Kongóbúinn Theó Bongonda, leikmaður Spartak Moskvu í Rússlandi skoraði það sem reyndist eina mark leiksins eftir rúmlega stundarfjórðungs leik eftir langa sendingu fram frá Arthur Masuaku, leikmanni Nottingham Forest, og vandræðagang í vörn Benín.

Masuaku mannar sterkar varnarlínu Kongó en þar með honum eru Aaron Wan-Bissaka, Chancel Mbemba og Axel Tuanzebe. Þeir félagar sáu til þess að Benín tókst ekki að koma inn jöfnunarmarki.

Markið dugði fyrir 1-0 sigri í fyrsta leik á mótinu og tekur Kongó því forystuna í riðlinum. Klukkan 15:00 mætast Senegal og Botsvana í síðari leik dagsins í D-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×