Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 21:03 Caroline Garcia var um tíma í 4. sæti heimslistans í tennis og á tvenn gullverðlaun af risamótum. Getty/robert Prange Franska tenniskonan Caroline Garcia segist hafa hafnað tilboði upp á 270.000 dollara, eða um 34 milljónir króna, því hún vildi ekki auglýsa veðmálafyrirtæki. Hún segir allt íþróttafólk þekkja viðbjóðslegu skilaboðin og jafnvel líflátshótanirnar sem því berist vegna veðmála sem ekki ganga upp. Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia. Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Sjá meira
Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia.
Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Sjá meira