Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2025 12:15 Katrín Oddsdóttir er formaður Stjórnarskrárfélags Íslands. Vísir/Arnar Halldórsson Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir það fagnaðarefni að þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi opnað á umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Í núverandi stjórnarskrá séu ákvæði sem séu úrelt og hættuleg. Stjórnarskrárfélagið ályktaði á aðalfundi sínum fyrr í mánuðinum að það væri fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætlaði að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Er þar vísað í viðtal við Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingar, þar sem hann segir að mögulega þurfi að breyta ákvæði í stjórnarskrá um að Alþingi hafi síðasta orðið um eigið hæfi og niðurstöðu kosninga. Dagur er formaður nefndar sem skoðar viðbrögð við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hvað varðar talningu atkvæða og meðferð kjörgagna í þingkosningum árið 2021. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins segir ekki boðlegt í lýðræðisríki að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá allt frá árinu 2012. „Nú þegar þau eru að horfa til Evrópu og eru að munda sig við það að fá atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, þá væri það náttúrulega mjög hjákátlegt í ljósi þess að síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem var framkvæmd á Íslandi árið 2012 er enn þá fullkomlega óafgreidd,“ segir Katrín. Horfast þurfi í augu við það að langur tími sé liðinn frá því atkvæðagreiðslan fór fram. Þar hafi hins vegar verið spurt hvort ný stjórnarskrá ætti að vera grundvölluð á frumvarpi stjórnlagaráðs. „En ég held að vissulega þegar tíminn hefur liðið, þá væri hollt að taka þetta upp aftur og fá bara aðkomu almennings að því að ákveða hvernig lokasnyrtingin á þessa stjórnarskrá eigi að vera.“ Hægt væri að heiðra ellefu hundruð ára afmæli Alþingis árið 2030 með því að taka upp nýja stjórnarskrá. Ýmislegt í núgildandi stjórnarskrá sé úrelt og hættulegt og nefnir Katrín forsetakaflann þar sem dæmi. „Þetta hefur ekki verið lagfært þannig að ef við myndum fá einhvern popúlista sem myndi verða kjörinn hér forseti þá gæti hann því miður virkjað ýmis ákvæði í gildandi stjórnarskrá sem eru bara mjög andlýðræðisleg og hættuleg,“ segir hún. „Hann gæti gefið fólki heimild til að fara einfaldlega hjá lögum og hann gæti gefið fólki uppreist æru sem situr í fangelsi. Hann gæti sest þingið af.“ Stjórnarskrá Alþingi Samfylkingin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið ályktaði á aðalfundi sínum fyrr í mánuðinum að það væri fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætlaði að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Er þar vísað í viðtal við Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingar, þar sem hann segir að mögulega þurfi að breyta ákvæði í stjórnarskrá um að Alþingi hafi síðasta orðið um eigið hæfi og niðurstöðu kosninga. Dagur er formaður nefndar sem skoðar viðbrögð við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hvað varðar talningu atkvæða og meðferð kjörgagna í þingkosningum árið 2021. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins segir ekki boðlegt í lýðræðisríki að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá allt frá árinu 2012. „Nú þegar þau eru að horfa til Evrópu og eru að munda sig við það að fá atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, þá væri það náttúrulega mjög hjákátlegt í ljósi þess að síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem var framkvæmd á Íslandi árið 2012 er enn þá fullkomlega óafgreidd,“ segir Katrín. Horfast þurfi í augu við það að langur tími sé liðinn frá því atkvæðagreiðslan fór fram. Þar hafi hins vegar verið spurt hvort ný stjórnarskrá ætti að vera grundvölluð á frumvarpi stjórnlagaráðs. „En ég held að vissulega þegar tíminn hefur liðið, þá væri hollt að taka þetta upp aftur og fá bara aðkomu almennings að því að ákveða hvernig lokasnyrtingin á þessa stjórnarskrá eigi að vera.“ Hægt væri að heiðra ellefu hundruð ára afmæli Alþingis árið 2030 með því að taka upp nýja stjórnarskrá. Ýmislegt í núgildandi stjórnarskrá sé úrelt og hættulegt og nefnir Katrín forsetakaflann þar sem dæmi. „Þetta hefur ekki verið lagfært þannig að ef við myndum fá einhvern popúlista sem myndi verða kjörinn hér forseti þá gæti hann því miður virkjað ýmis ákvæði í gildandi stjórnarskrá sem eru bara mjög andlýðræðisleg og hættuleg,“ segir hún. „Hann gæti gefið fólki heimild til að fara einfaldlega hjá lögum og hann gæti gefið fólki uppreist æru sem situr í fangelsi. Hann gæti sest þingið af.“
Stjórnarskrá Alþingi Samfylkingin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira