„Gamla góða Ísland, bara betra“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. desember 2025 16:02 Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins. Vísir/Einar Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn mikið fylgi og nú en í síðustu skoðanakönnun sem var birt rétt fyrir jól mældist fylgi flokksins 19,2 prósent. Í Alþingiskosningunum árið 2024 hlaut hann 12,1 prósent en síðan sumarið 2025 hefur fylgið verið á hraðri uppleið. „Í sjálfu sér eru þetta kannski ekki nýjar línur, heldur frekar það að við höfum verið sjálfum okkur samkvæm frá upphafi flokksins og talað fyrir þeim málum sem við trúum raunverulega á. Hvort sem það var til vinsælda fallið eða ekki, hvort sem það var auðvelt eða erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í Sprengisandi. „Ég hef alltaf átt þá trú að menn myndu meta það við okkur á endanum og það kæmi í ljós að jafnvel það sem var, sem var snúið út úr, stundum jafnvel fordæmt, að það myndi sanna gildi sitt og fólk myndi meta það við okkur. Ég held það sé svolítið að gerast núna. Það er líka það sem ég kalla pólitísk vakning.“ Sigmundur telur að aukin eftirspurn sé eftir skynsemishyggju í „ímyndar- og umbúðaheimi“ stjórnmála sem hafi verið allsríkjandi. Efnahagskerfi landsins sé pýramídasvindl Sigmundur segir efnahagsmálin óhjákvæmilega skipta miklu máli og á hann til dæmis við verðbólgu og húsnæðismál. Annað höfuðmál hjá Miðflokknum eru útlendingamálin. „Þar höfum við og ég frá upphafi lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að líta á raunveruleikann eins og í öðrum málum og þá hvernig hann birtist ekki hvað síst í því að það sé nauðsynlegt að fara vel með peninga skattgreiðenda og reka ekki ríkið með halla,“ segir hann. Hann segir innflutning útlendinga hafa áhrif á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu og fasteignamarkaðinn. Hann telur að húsnæðisskortur á Íslandi stafi einungis af fjölda innflytjenda en slíkur innflutningur búi til svokallaðan gervihagvöxt, þar sem hagvöxtur hefur verið á Íslandi undanfarin ár en afar lítill á mann. „Það er bara að reka efnahagskerfi landsins eins og pýramídasvindl.“ Aðspurður um útskýringu á þeirri staðhæfingu segir Sigmundur að kerfið sé rekið á þann hátt að sífellt þurfi að bæta við þátttakendum til að halda því gangandi. Það sé ekki sjálfbært hagkerfi. „Við fáum stöðugt að heyra það að við þurfum að flytja inn vinnuafl til þess að halda uppi hagvexti og sinna ýmsum störfum sem, eins og það er stundum orðað, Íslendingar vilja ekki sinna. Það er væntanlega af því að þeir fá ekki nógu vel greitt fyrir það,“ segir Sigmundur og bætir við að það geti verið þörf á aðfluttu vinnuafli. „Það er vandi manns í miðjuflokki að það er miklu auðveldara að vera annaðhvort eða. Það er miklu erfiðara að þurfa að útskýra hlutina, eins og það að það þurfi að taka tillit til aðstæðna og aðstæður á Íslandi hafa þróast með þeim hætti að það hafi orðið of mikið og of hratt aðstreymi fólks.“ Ekki hægt að „stela fólki frá fátækari löndum“ „Innan EES-svæðisins, eins og þú nefndir áðan, þá er ríkur réttur fólks til að fara á milli landa. En ef að aðstæður kalla á, þá geta stjórnvöld takmarkað streymi inn í til að mynda ákveðnar atvinnugreinar. En það sem er kannski enn þá mikilvægara er að ná tökum á landamærunum að öðru leyti,“ segir Sigmundur. Hann leggur til að hætta þurfi að reiða sig á erlent vinnuafl og tekur heilbrigðisgeirann sem dæmi. Stefnan hérlendis sé að flytja inn fólk til að starfa í heilbrigðiskerfinu í stað þess að mennta fólk hérlendis. Fullt af fólki vilji starfa innan geirans en fái ekki tækifæri til þess. Svo var fullt af hjúkrunarfræðingum sem vildu bara ekki koma í vinnu. „Já, svo urðu hjúkrunarfræðingar flugfreyjur hérna á tímabili og þá var svona talað um betri laun og starfsaðstæður. Þannig að þá er það hlutverk okkar, þessa samfélags, að búa heilbrigðisstarfsmönnum þær starfsaðstæður að þeir vilji vinna hér og einnig að mennta fólk til þessara starfa. Því að við getum ekki reitt okkur á það að, innan gæsalappa, stela fólki frá fátækari löndum,“ segir Sigmundur. Miðjan standi á öðrum stað Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, bendir einnig á að Sigmundur vísaði á sig sem mann í miðjuflokki og spyr hvort hann sé ekki hægri maður. „Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar. Það sem gerðist, og það var ekkert séríslenskt, var að pólitíkin barst með flóðinu. Hún fór svo langt til vinstri að allt í einu eru þeir sem standa önnur á sama stað, klettar heilbrigðrar skynsemi, orðnir lengst til hægri,“ segir Sigmundur. Hann segir að með því að vera á gömlu miðjunni hafi flokkurinn lent lengst til hægri. Hann segist ítrekað reyna að aðstoða Sjálfstæðisflokkinn, sem vilji vera eins og Samfylkingin, að leita frekar í grunngildin sín. „Hættið af hafa svona miklar áhyggjur af okkur, hugið frekar að því að stækka hið borgaralega mengi, stækka þann hóp sem vill standa vörð um fullveldið, gamla góða Ísland, nema bara betra,“ segist Sigmundur segja við Sjálfstæðismennina. Hann segir að „gamla góða Ísland“ sé ekki innihaldslaus frasi heldur standi fyrir allt það sem landsmönnum fannst gott við að búa á Íslandi og vera Íslendingur í gegnum tíðina. „En bara betra, bæti ég við, af því að auðvitað hafa orðið alls konar framfarir sem við getum svo hlaðið ofan á þetta gamla góða. Hvort sem það eru framfarir í tækni, aukin velmegun og svo framvegis, en við megum ekki gleyma grunninum. Við megum ekki gleyma því hvað gerði þetta að góðu samfélagi og hvað hefur haldið okkur gangandi í gegnum þykkt og þunnt. Það er meðal annars samheldni þjóðarinnar.“ Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Miðflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn mikið fylgi og nú en í síðustu skoðanakönnun sem var birt rétt fyrir jól mældist fylgi flokksins 19,2 prósent. Í Alþingiskosningunum árið 2024 hlaut hann 12,1 prósent en síðan sumarið 2025 hefur fylgið verið á hraðri uppleið. „Í sjálfu sér eru þetta kannski ekki nýjar línur, heldur frekar það að við höfum verið sjálfum okkur samkvæm frá upphafi flokksins og talað fyrir þeim málum sem við trúum raunverulega á. Hvort sem það var til vinsælda fallið eða ekki, hvort sem það var auðvelt eða erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í Sprengisandi. „Ég hef alltaf átt þá trú að menn myndu meta það við okkur á endanum og það kæmi í ljós að jafnvel það sem var, sem var snúið út úr, stundum jafnvel fordæmt, að það myndi sanna gildi sitt og fólk myndi meta það við okkur. Ég held það sé svolítið að gerast núna. Það er líka það sem ég kalla pólitísk vakning.“ Sigmundur telur að aukin eftirspurn sé eftir skynsemishyggju í „ímyndar- og umbúðaheimi“ stjórnmála sem hafi verið allsríkjandi. Efnahagskerfi landsins sé pýramídasvindl Sigmundur segir efnahagsmálin óhjákvæmilega skipta miklu máli og á hann til dæmis við verðbólgu og húsnæðismál. Annað höfuðmál hjá Miðflokknum eru útlendingamálin. „Þar höfum við og ég frá upphafi lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að líta á raunveruleikann eins og í öðrum málum og þá hvernig hann birtist ekki hvað síst í því að það sé nauðsynlegt að fara vel með peninga skattgreiðenda og reka ekki ríkið með halla,“ segir hann. Hann segir innflutning útlendinga hafa áhrif á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu og fasteignamarkaðinn. Hann telur að húsnæðisskortur á Íslandi stafi einungis af fjölda innflytjenda en slíkur innflutningur búi til svokallaðan gervihagvöxt, þar sem hagvöxtur hefur verið á Íslandi undanfarin ár en afar lítill á mann. „Það er bara að reka efnahagskerfi landsins eins og pýramídasvindl.“ Aðspurður um útskýringu á þeirri staðhæfingu segir Sigmundur að kerfið sé rekið á þann hátt að sífellt þurfi að bæta við þátttakendum til að halda því gangandi. Það sé ekki sjálfbært hagkerfi. „Við fáum stöðugt að heyra það að við þurfum að flytja inn vinnuafl til þess að halda uppi hagvexti og sinna ýmsum störfum sem, eins og það er stundum orðað, Íslendingar vilja ekki sinna. Það er væntanlega af því að þeir fá ekki nógu vel greitt fyrir það,“ segir Sigmundur og bætir við að það geti verið þörf á aðfluttu vinnuafli. „Það er vandi manns í miðjuflokki að það er miklu auðveldara að vera annaðhvort eða. Það er miklu erfiðara að þurfa að útskýra hlutina, eins og það að það þurfi að taka tillit til aðstæðna og aðstæður á Íslandi hafa þróast með þeim hætti að það hafi orðið of mikið og of hratt aðstreymi fólks.“ Ekki hægt að „stela fólki frá fátækari löndum“ „Innan EES-svæðisins, eins og þú nefndir áðan, þá er ríkur réttur fólks til að fara á milli landa. En ef að aðstæður kalla á, þá geta stjórnvöld takmarkað streymi inn í til að mynda ákveðnar atvinnugreinar. En það sem er kannski enn þá mikilvægara er að ná tökum á landamærunum að öðru leyti,“ segir Sigmundur. Hann leggur til að hætta þurfi að reiða sig á erlent vinnuafl og tekur heilbrigðisgeirann sem dæmi. Stefnan hérlendis sé að flytja inn fólk til að starfa í heilbrigðiskerfinu í stað þess að mennta fólk hérlendis. Fullt af fólki vilji starfa innan geirans en fái ekki tækifæri til þess. Svo var fullt af hjúkrunarfræðingum sem vildu bara ekki koma í vinnu. „Já, svo urðu hjúkrunarfræðingar flugfreyjur hérna á tímabili og þá var svona talað um betri laun og starfsaðstæður. Þannig að þá er það hlutverk okkar, þessa samfélags, að búa heilbrigðisstarfsmönnum þær starfsaðstæður að þeir vilji vinna hér og einnig að mennta fólk til þessara starfa. Því að við getum ekki reitt okkur á það að, innan gæsalappa, stela fólki frá fátækari löndum,“ segir Sigmundur. Miðjan standi á öðrum stað Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, bendir einnig á að Sigmundur vísaði á sig sem mann í miðjuflokki og spyr hvort hann sé ekki hægri maður. „Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar. Það sem gerðist, og það var ekkert séríslenskt, var að pólitíkin barst með flóðinu. Hún fór svo langt til vinstri að allt í einu eru þeir sem standa önnur á sama stað, klettar heilbrigðrar skynsemi, orðnir lengst til hægri,“ segir Sigmundur. Hann segir að með því að vera á gömlu miðjunni hafi flokkurinn lent lengst til hægri. Hann segist ítrekað reyna að aðstoða Sjálfstæðisflokkinn, sem vilji vera eins og Samfylkingin, að leita frekar í grunngildin sín. „Hættið af hafa svona miklar áhyggjur af okkur, hugið frekar að því að stækka hið borgaralega mengi, stækka þann hóp sem vill standa vörð um fullveldið, gamla góða Ísland, nema bara betra,“ segist Sigmundur segja við Sjálfstæðismennina. Hann segir að „gamla góða Ísland“ sé ekki innihaldslaus frasi heldur standi fyrir allt það sem landsmönnum fannst gott við að búa á Íslandi og vera Íslendingur í gegnum tíðina. „En bara betra, bæti ég við, af því að auðvitað hafa orðið alls konar framfarir sem við getum svo hlaðið ofan á þetta gamla góða. Hvort sem það eru framfarir í tækni, aukin velmegun og svo framvegis, en við megum ekki gleyma grunninum. Við megum ekki gleyma því hvað gerði þetta að góðu samfélagi og hvað hefur haldið okkur gangandi í gegnum þykkt og þunnt. Það er meðal annars samheldni þjóðarinnar.“
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira