Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2025 09:02 Dagur Sigurðsson, Schumacher-hjónin, hin sænsku Björn Borg og Smilla Holmberg og Diogo Jota komu við sögu í mest lesnu erlendu íþróttafréttum ársins 2025 á Vísi. vísir/samsett Von um slóvenska hjálp, góðverk Zlatans Ibrahimovic og svipleg fráföll ungs íþróttafólks var meðal þess sem var mest lesið í erlendum íþróttafréttum á Vísi á árinu sem nú er senn á enda. Í janúar á ári hverju eru jafnan öll augu á íslenska karlalandsliðinu í handbolta og það var engin undantekning á því í ár. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025, fyrir Króatíu sem Dagur Sigurðsson stýrir. Eftir tapið fyrir Króötum var ljóst að Íslendingar þyrftu að treysta á að Slóvenar réttu þeim hjálparhönd til að eiga möguleika á að komast upp úr milliriðli. Íslendingar fylgdust því spenntir með beinni textalýsingu frá leik Króatíu og Slóveníu. Vonin var lengi vel til staðar en Króatar höfðu á endanum betur, 29-26, og því var ljóst að Íslendingar væru úr leik. Vítaspyrnukeppnin í leik Englands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta var eftirminnileg í meira lagi. Meðal þeirra sem brást bogalistin í vítakeppninni var hin unga Smilla Holmberg. Englendingar unnu vítakeppnina, 2-3, og fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar annað sinn í röð. Holmberg var óhuggandi eftir leikinn en fékk hughreystandi skilaboð frá skærustu fótboltastjörnu Svía fyrr og síðar, sjálfum Zlatan Ibrahimovic sem er átrúnargoð þessarar efnilegu fótboltakonu. Stórt áfall reið yfir CrossFit-heiminn á árinu sem nú er að líða. Á Cholula-leikunum í Mexíkó í maí lést hin 24 ára Nayeli Clemente eftir að hafa farið í hjartastopp. Leikmaður Englandsmeistara Liverpool og portúgalska landsliðsins, Diogo Jota, lést einnig í blóma lífsins, í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum, Andre Silva, 3. júlí. Jota var 29 ára, nýgiftur og lét eftir sig þrjú ung börn. Fréttir af Michael Schumacher vekja jafnan mikla athygli. Dómur féll í fjárkúgunarmáli gegn öryggisverði sem reyndi svíkja fé út úr fjölskyldu heimsmeistarans sjöfalda. Corrinu, eiginkonu Schumachers, fannst öryggisvörðurinn sleppa full billega en hann fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Leikhlé Dags í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta, þar sem Danmörk vann öruggan sigur á Króatíu, 26-32, vakti sömuleiðis mikla athygli. Dagur talaði þar tæpitungulaust og hlaut hrós fyrir frá Króötum. Björn Borg, sem var einn fremsti tenniskappi heims á sínum tíma, gaf út ævisögu sína í ár. Þar greindi hann meðal annars frá kókaínfíkn sinni og því þegar hann var lífgaður við eftir að hafa tekið of stóran skammt. Þrautaganga Alexanders Blonz var valinn aftur í norska landsliðið í vetur eftir að hafa glímt við erfið veikindi. Hann fékk blóðtappa í heila en athugul kærasta hans, Elina Österli, tók eftir því að eitthvað var að. Fréttir ársins 2025 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Í janúar á ári hverju eru jafnan öll augu á íslenska karlalandsliðinu í handbolta og það var engin undantekning á því í ár. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025, fyrir Króatíu sem Dagur Sigurðsson stýrir. Eftir tapið fyrir Króötum var ljóst að Íslendingar þyrftu að treysta á að Slóvenar réttu þeim hjálparhönd til að eiga möguleika á að komast upp úr milliriðli. Íslendingar fylgdust því spenntir með beinni textalýsingu frá leik Króatíu og Slóveníu. Vonin var lengi vel til staðar en Króatar höfðu á endanum betur, 29-26, og því var ljóst að Íslendingar væru úr leik. Vítaspyrnukeppnin í leik Englands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta var eftirminnileg í meira lagi. Meðal þeirra sem brást bogalistin í vítakeppninni var hin unga Smilla Holmberg. Englendingar unnu vítakeppnina, 2-3, og fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar annað sinn í röð. Holmberg var óhuggandi eftir leikinn en fékk hughreystandi skilaboð frá skærustu fótboltastjörnu Svía fyrr og síðar, sjálfum Zlatan Ibrahimovic sem er átrúnargoð þessarar efnilegu fótboltakonu. Stórt áfall reið yfir CrossFit-heiminn á árinu sem nú er að líða. Á Cholula-leikunum í Mexíkó í maí lést hin 24 ára Nayeli Clemente eftir að hafa farið í hjartastopp. Leikmaður Englandsmeistara Liverpool og portúgalska landsliðsins, Diogo Jota, lést einnig í blóma lífsins, í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum, Andre Silva, 3. júlí. Jota var 29 ára, nýgiftur og lét eftir sig þrjú ung börn. Fréttir af Michael Schumacher vekja jafnan mikla athygli. Dómur féll í fjárkúgunarmáli gegn öryggisverði sem reyndi svíkja fé út úr fjölskyldu heimsmeistarans sjöfalda. Corrinu, eiginkonu Schumachers, fannst öryggisvörðurinn sleppa full billega en hann fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Leikhlé Dags í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta, þar sem Danmörk vann öruggan sigur á Króatíu, 26-32, vakti sömuleiðis mikla athygli. Dagur talaði þar tæpitungulaust og hlaut hrós fyrir frá Króötum. Björn Borg, sem var einn fremsti tenniskappi heims á sínum tíma, gaf út ævisögu sína í ár. Þar greindi hann meðal annars frá kókaínfíkn sinni og því þegar hann var lífgaður við eftir að hafa tekið of stóran skammt. Þrautaganga Alexanders Blonz var valinn aftur í norska landsliðið í vetur eftir að hafa glímt við erfið veikindi. Hann fékk blóðtappa í heila en athugul kærasta hans, Elina Österli, tók eftir því að eitthvað var að.
Fréttir ársins 2025 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira