Körfubolti

Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augna­blik“

Sindri Sverrisson skrifar
Hilmar Smári Henningsson átti sinn þátt í því að Stjarnan landaði þeim stóra í fyrsta sinn í vor.
Hilmar Smári Henningsson átti sinn þátt í því að Stjarnan landaði þeim stóra í fyrsta sinn í vor. vísir/Hulda Margrét

Hetjur Stjörnunnar frá síðasta vori verða í sviðsljósinu í kvöld á Sýn Sport Ísland þegar sérstakur þáttur um leiðina að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í körfubolta karla verður sýndur.

Í þættinum lýsa nokkrar af aðalsögupersónunum því hvernig Stjarnan varð Íslandsmeistari og hér að neðan má sjá sýnishorn. Þátturinn verður svo sýndur í heild klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, og alla meistaraþættina má svo finna á Sýn+.

Klippa: Hetjuskot Hilmars Smára

„Hilmar, hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik,“ segir Orri Gunnarsson þegar rifjuð er upp svakaleg þriggja stiga karfa Hilmars Smára Henningssonar, í oddaleik gegn Grindavík í undanúrslitunum í vor.

Hilmar tók skref aftur og setti niður þrist, yfir DeAndre Kane sem um leið fékk sína fimmtu villu og var vísað af velli.

„Þarna kemur hann með töffaramúv. Þetta er karakter sem getur skorað upp úr engu. Hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér, við trúum á hann og gáfum honum keflið,“ segir þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson.

Þættina um Íslandsmeistara karla og kvenna, í körfubolta og fótbolta, má finna á Sýn+.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×