Lífið

Króli og Birta eignuðust lítinn prins

Agnar Már Másson skrifar
Lítill Króli kom inn í heiminn yfir hátíðirnar.
Lítill Króli kom inn í heiminn yfir hátíðirnar. Aðsend

Listaparið Kristinn Óli Haraldsson, eða Króli, og Birta Ásmundsdóttir dansari hafa eignast son.

Kristinn greinir frá þessu í færslu á Facebook en ungi drengurinn kom í heiminn að kvöldi 29. desember.

Kristinn, sem er tónlistarmaður og leikari með meiru, og Birta, sem er menntaður dansari, hafa verið saman í rúmlega sex ár en trúlofuðust jólin 2024. Þau eru bæði 26 ára.

Birta ræddi meðgönguna og listina við Vísi í byrjun mánaðar. Viðtalið má finna hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.