Berst við krabbamein Valur Páll Eiríksson skrifar 2. janúar 2026 12:46 Dan Petrescu var stórkostlegur leikmaður og hefur einnig vakið athygli sem þjálfari. Vísir/Getty Rúmenska fótboltagoðsögnin Dan Petrescu berst við krabbamein samkvæmt forseta rúmensku úrvalsdeildarinnar. Staða Petrescu er sögð mjög alvarleg. Petrescu, sem er goðsögn hjá Chelsea, er 58 ára og greindist nýlega með krabbamein. Hann undirgengst nú lyfja- og geislameðferð vegna veikindanna. Greint var frá því snemma í desember að Petrescu væri að glíma við veikindi og að hann hefði misst 30 kíló vegna þeirra. Forseti rúmensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta segir Petrescu vera að glíma að illvígt krabbamein. „Ég veit ekki hver nákvæm greining hans er, en þetta er mjög alvarlegt. Hann er að undirgangast geisla- og lyfjameðferð,“ segir forsetinn Gino Iorgulescu. „Við spiluðum saman og hann vann hjá mér sem þjálfari hjá FC National. Við erum góðir vinir. Þetta eru ömurlegar fréttir,“ bætir hann við. Petrescu ólst upp í mikilli örbrigð í Búkarest og sagður hafa æft fótboltahæfleika sína með plastávöxtum á unga aldri. Hann er einn besti fótboltamaður sem Rúmenía hefur alið og átti góðu gengi að fagna á Englandi sem og með landsliði sínu. Hann komst í úrslit í Evrópukeppni meistaraliða með Steaua Búkarest árið 1989 og átti svo glimrandi feril á Ítalíu og Englandi á tíunda áratugnum. Hann lék fyrir Sheffield Wednesday, Chelsea, Bradford City og Southampton á Englandi. Hann var lengst hjá Chelsea, frá 1995 til 2000, þar sem hann spilaði yfir 200 leiki, vann FA-bikarinn tvisvar auk enska deildabikarsins, UEFA-bikarsins og Ofurbikars Evrópu. Hann lék þá 95 landsleiki með sterku rúmensku landsliði, sem hann fór með á á HM 1994 og 1998, og EM 1996 og 2000. Petrescu sneri sér að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk og hefur stýrt 14 félagsliðum í átta löndum frá 2003 þar til í haust en hann hætti sem þjálfari Cluj í heimalandinu í ágúst. Hann var þá að þjálfa liðið í fjórða sinn en hann hefur stýrt því til rúmenska meistaratitilsins fimm sinnum. Rúmenía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Petrescu, sem er goðsögn hjá Chelsea, er 58 ára og greindist nýlega með krabbamein. Hann undirgengst nú lyfja- og geislameðferð vegna veikindanna. Greint var frá því snemma í desember að Petrescu væri að glíma við veikindi og að hann hefði misst 30 kíló vegna þeirra. Forseti rúmensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta segir Petrescu vera að glíma að illvígt krabbamein. „Ég veit ekki hver nákvæm greining hans er, en þetta er mjög alvarlegt. Hann er að undirgangast geisla- og lyfjameðferð,“ segir forsetinn Gino Iorgulescu. „Við spiluðum saman og hann vann hjá mér sem þjálfari hjá FC National. Við erum góðir vinir. Þetta eru ömurlegar fréttir,“ bætir hann við. Petrescu ólst upp í mikilli örbrigð í Búkarest og sagður hafa æft fótboltahæfleika sína með plastávöxtum á unga aldri. Hann er einn besti fótboltamaður sem Rúmenía hefur alið og átti góðu gengi að fagna á Englandi sem og með landsliði sínu. Hann komst í úrslit í Evrópukeppni meistaraliða með Steaua Búkarest árið 1989 og átti svo glimrandi feril á Ítalíu og Englandi á tíunda áratugnum. Hann lék fyrir Sheffield Wednesday, Chelsea, Bradford City og Southampton á Englandi. Hann var lengst hjá Chelsea, frá 1995 til 2000, þar sem hann spilaði yfir 200 leiki, vann FA-bikarinn tvisvar auk enska deildabikarsins, UEFA-bikarsins og Ofurbikars Evrópu. Hann lék þá 95 landsleiki með sterku rúmensku landsliði, sem hann fór með á á HM 1994 og 1998, og EM 1996 og 2000. Petrescu sneri sér að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk og hefur stýrt 14 félagsliðum í átta löndum frá 2003 þar til í haust en hann hætti sem þjálfari Cluj í heimalandinu í ágúst. Hann var þá að þjálfa liðið í fjórða sinn en hann hefur stýrt því til rúmenska meistaratitilsins fimm sinnum.
Rúmenía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira