Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2026 12:46 Frá Kauphöllinni. Vísir/Vilhelm Árið 2025 var bæði viðburðarríkt og krefjandi fyrir íslenskan verðbréfamarkað. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08 prósent á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá kauphöllinni. Þar er farið yfir helstu atriði yfir viðskipti á Nasdaq Iceland á liðnu ári. Þar kemur meðal annars fram að mestu viðskiptin á árinu voru með bréf Íslandsbanka, 252,3 milljarðar. „Árið 2025 var bæði viðburðarríkt og krefjandi fyrir íslenskan verðbréfamarkað,“ segir Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland. „Háir vextir og verðbólga settu svip sinn á hlutabréfamarkaðinn, en almenningur kom þó eins og stormsveipur inn á markaðinn í hlutafjárútboði Íslandsbanka, sem var án efa stærsti viðburður ársins. Í kjölfar útboðsins jókst þátttaka almennings enn frekar, sem styrkti dýpt og virkni markaðarins. Velta á skuldabréfamarkaði var góð á árinu og ávöxtun prýðileg en aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 7,5%. Þrátt fyrir áskoranir skynjum við mikinn áhuga félaga á skráningu á markað og eygjum við nýskráningar á komandi ári sem gefur tilefni til aukinnar bjartsýni fyrir árið 2026.“ Hlutabréf - Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08% á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. Leiðrétt fyrir arðgreiðslum hækkaði vísitalan (OMXI15GI) um 0,4%. Heildarvísitala Aðalmarkaðar (OMXIPI) lækkaði um 8,97% á árinu og leiðrétt fyrir arðgreiðslum (OMXIGI) lækkaði vísitalan um 5,93% - Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.055 milljörðum eða 4.270 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2024, 1.251 milljarður, eða 5.046 milljónir á dag og dróst veltan því saman um 16% milli ára. - Mest viðskipti á árinu voru með bréf Íslandsbanka, 252,3 milljarðar, Arion Banka, 119,2 milljarðar, Kviku banka, 77,7 milljarðar, JBT Marel, 72,8 milljarðar og Alvotech, 62 milljarðar. - Fjöldi viðskipta árið 2025 voru 124.007 talsins eða um 502 á dag. Árið 2024 voru viðskipti 393 að meðaltali á dag og jókst fjöldi viðskipta á dag því um 28%. - Flest viðskipti voru með bréf Íslandsbanka, 23.492, Alvotech, 19.533, Icelandair Group, 11.288, Arion banka, 9.814 og Amaroq Minerals, 8.189. - Á Aðalmarkaði hækkuðu bréf Arion banka mest á árinu eða um 21% en þar á eftir hækkuðu bréf Íslandsbanka um 19%, bréf Festi um 14% og bréf Haga um 10%. - Á First North vaxtarmarkaðnum hækkuðu hlutabréf Sláturfélags Suðurlands mest eða um 4%. - Á árinu 2025 voru hlutabréf JBT Marel tekin til viðskipta á Aðalmarkaðnum og bréf Play voru afskráð. - Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.534 milljarðar samanborið við 3.249 milljarða í lok árs 2023 og dróst því saman um 22% milli ára. Skuldabréf - Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.833 milljörðum á árinu sem samsvarar 7.423 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.486 milljóna veltu á dag árið 2024. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um tæp 1% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 1.496 milljörðum og viðskipti með bankabréf 271 milljörðum. - Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 7,5% á árinu og stendur nú í 1.993 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) hækkaði um 8,2% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) um 6,7%. Kauphöllin Fréttir ársins 2025 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá kauphöllinni. Þar er farið yfir helstu atriði yfir viðskipti á Nasdaq Iceland á liðnu ári. Þar kemur meðal annars fram að mestu viðskiptin á árinu voru með bréf Íslandsbanka, 252,3 milljarðar. „Árið 2025 var bæði viðburðarríkt og krefjandi fyrir íslenskan verðbréfamarkað,“ segir Finnbogi Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland. „Háir vextir og verðbólga settu svip sinn á hlutabréfamarkaðinn, en almenningur kom þó eins og stormsveipur inn á markaðinn í hlutafjárútboði Íslandsbanka, sem var án efa stærsti viðburður ársins. Í kjölfar útboðsins jókst þátttaka almennings enn frekar, sem styrkti dýpt og virkni markaðarins. Velta á skuldabréfamarkaði var góð á árinu og ávöxtun prýðileg en aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 7,5%. Þrátt fyrir áskoranir skynjum við mikinn áhuga félaga á skráningu á markað og eygjum við nýskráningar á komandi ári sem gefur tilefni til aukinnar bjartsýni fyrir árið 2026.“ Hlutabréf - Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08% á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. Leiðrétt fyrir arðgreiðslum hækkaði vísitalan (OMXI15GI) um 0,4%. Heildarvísitala Aðalmarkaðar (OMXIPI) lækkaði um 8,97% á árinu og leiðrétt fyrir arðgreiðslum (OMXIGI) lækkaði vísitalan um 5,93% - Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.055 milljörðum eða 4.270 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2024, 1.251 milljarður, eða 5.046 milljónir á dag og dróst veltan því saman um 16% milli ára. - Mest viðskipti á árinu voru með bréf Íslandsbanka, 252,3 milljarðar, Arion Banka, 119,2 milljarðar, Kviku banka, 77,7 milljarðar, JBT Marel, 72,8 milljarðar og Alvotech, 62 milljarðar. - Fjöldi viðskipta árið 2025 voru 124.007 talsins eða um 502 á dag. Árið 2024 voru viðskipti 393 að meðaltali á dag og jókst fjöldi viðskipta á dag því um 28%. - Flest viðskipti voru með bréf Íslandsbanka, 23.492, Alvotech, 19.533, Icelandair Group, 11.288, Arion banka, 9.814 og Amaroq Minerals, 8.189. - Á Aðalmarkaði hækkuðu bréf Arion banka mest á árinu eða um 21% en þar á eftir hækkuðu bréf Íslandsbanka um 19%, bréf Festi um 14% og bréf Haga um 10%. - Á First North vaxtarmarkaðnum hækkuðu hlutabréf Sláturfélags Suðurlands mest eða um 4%. - Á árinu 2025 voru hlutabréf JBT Marel tekin til viðskipta á Aðalmarkaðnum og bréf Play voru afskráð. - Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.534 milljarðar samanborið við 3.249 milljarða í lok árs 2023 og dróst því saman um 22% milli ára. Skuldabréf - Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.833 milljörðum á árinu sem samsvarar 7.423 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.486 milljóna veltu á dag árið 2024. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um tæp 1% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 1.496 milljörðum og viðskipti með bankabréf 271 milljörðum. - Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 7,5% á árinu og stendur nú í 1.993 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) hækkaði um 8,2% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) um 6,7%.
Hlutabréf - Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08% á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. Leiðrétt fyrir arðgreiðslum hækkaði vísitalan (OMXI15GI) um 0,4%. Heildarvísitala Aðalmarkaðar (OMXIPI) lækkaði um 8,97% á árinu og leiðrétt fyrir arðgreiðslum (OMXIGI) lækkaði vísitalan um 5,93% - Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.055 milljörðum eða 4.270 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2024, 1.251 milljarður, eða 5.046 milljónir á dag og dróst veltan því saman um 16% milli ára. - Mest viðskipti á árinu voru með bréf Íslandsbanka, 252,3 milljarðar, Arion Banka, 119,2 milljarðar, Kviku banka, 77,7 milljarðar, JBT Marel, 72,8 milljarðar og Alvotech, 62 milljarðar. - Fjöldi viðskipta árið 2025 voru 124.007 talsins eða um 502 á dag. Árið 2024 voru viðskipti 393 að meðaltali á dag og jókst fjöldi viðskipta á dag því um 28%. - Flest viðskipti voru með bréf Íslandsbanka, 23.492, Alvotech, 19.533, Icelandair Group, 11.288, Arion banka, 9.814 og Amaroq Minerals, 8.189. - Á Aðalmarkaði hækkuðu bréf Arion banka mest á árinu eða um 21% en þar á eftir hækkuðu bréf Íslandsbanka um 19%, bréf Festi um 14% og bréf Haga um 10%. - Á First North vaxtarmarkaðnum hækkuðu hlutabréf Sláturfélags Suðurlands mest eða um 4%. - Á árinu 2025 voru hlutabréf JBT Marel tekin til viðskipta á Aðalmarkaðnum og bréf Play voru afskráð. - Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.534 milljarðar samanborið við 3.249 milljarða í lok árs 2023 og dróst því saman um 22% milli ára.
Skuldabréf - Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.833 milljörðum á árinu sem samsvarar 7.423 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.486 milljóna veltu á dag árið 2024. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um tæp 1% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 1.496 milljörðum og viðskipti með bankabréf 271 milljörðum. - Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 7,5% á árinu og stendur nú í 1.993 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) hækkaði um 8,2% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) um 6,7%.
Kauphöllin Fréttir ársins 2025 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira