Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2026 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir flutti fallega ræðu eftir að hafa verið valin íþróttamaður ársins í fyrra. vísir/Hulda Margrét Íþróttamaður ársins verður útnefndur í kvöld í sjötugasta sinn en þá halda Samtök Íþróttafréttamanna sitt árlega hóf. Fyrsti íþróttamaður ársins var kjörinn Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en þrístökkvarinn fékk þessi verðlaun þrjú fyrstu árin og alls fimm sinnum á fyrstu sex árunum. Vilhjálmur er einnig sá sem hefur fengið titilinn oftast einu sinni oftar en handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson. Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert Íþróttamann ársins, Lið ársins og Þjálfara ársins. Við val á íþróttamanni ársins taka atkvæðisbærir félagar innan SÍ tillit til árangurs, reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og framfara. Þrjátíu íþróttafréttamenn greiddu atkvæði í ár. Þrjú af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár hafa áður hlotið titilinn Íþróttamaður ársins en það eru núverandi íþróttamaður ársins Glódís Perla Viggósdóttir sem og handboltamennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Fjögur af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár eru tilnefnd í fyrsta sinn en það eru Dagur Kári Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Jón Þór Sigurðsson. Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið] Kjörinu verður lýst frá Hörpu í kvöld. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá athöfninni eins og síðustu ár en á samfélagsmiðlum birti RÚV myndir af öllum þeim 47 sem hafa verið kosin Íþróttamaður ársins frá 1956. Fjórtán af þessum 47 hafa verið kosin oftast en einu sinni. Tíu íþróttagreinar hafa eignast Íþróttamann ársins en sú ellefta gæti bæst í hópinn í kvöld því íþróttafólk úr ólympískum lyftingum, skotfimi og fimleikum er tilnefnt að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins frá 1956 til 2024. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Í desember 2006 var kynntur til leiks nýr verðlaunagripur sem ætlaður er íþróttamanni ársins. Þjóðminjasafni Íslands var við þetta tækifæri falið að varðveita styttuna góðu sem hafði fylgt sæmdarheitinu Íþróttamaður ársins frá 1956. Nýi verðlaunagripurinn sem ÍSÍ gaf SÍ var hannaður af Sigurði Inga Bjarnasyni gullsmið en það var forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, sem afhenti formanni SÍ stofnskrá verðlaunagripsins og hann þar með til varðveislu næstu 50 árin. Íþróttamaður ársins mun einnig fá eignarbikar sem vísar til stóra verðlaunagripsins og hannaður er af sama gullsmið. Verkið er smíðað með vísun í náttúru Íslands sem mótað hefur þessa þjóð og hennar þrótt. Náttúra Íslands endurspeglast í margvíslegu efni verksins, lögun þess og litbrigðum. Þessir eiginleikar verksins vísa um leið til fjölbreytni íþróttanna og þess styrks og þeirrar þrautseigju sem einkenna afreksmenn íslenskra íþrótta hverju sinni. Íþróttamaður ársins Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ Sjá meira
Fyrsti íþróttamaður ársins var kjörinn Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en þrístökkvarinn fékk þessi verðlaun þrjú fyrstu árin og alls fimm sinnum á fyrstu sex árunum. Vilhjálmur er einnig sá sem hefur fengið titilinn oftast einu sinni oftar en handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson. Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert Íþróttamann ársins, Lið ársins og Þjálfara ársins. Við val á íþróttamanni ársins taka atkvæðisbærir félagar innan SÍ tillit til árangurs, reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og framfara. Þrjátíu íþróttafréttamenn greiddu atkvæði í ár. Þrjú af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár hafa áður hlotið titilinn Íþróttamaður ársins en það eru núverandi íþróttamaður ársins Glódís Perla Viggósdóttir sem og handboltamennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Fjögur af þeim tíu sem eru tilnefnd í ár eru tilnefnd í fyrsta sinn en það eru Dagur Kári Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Jón Þór Sigurðsson. Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið] Kjörinu verður lýst frá Hörpu í kvöld. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá athöfninni eins og síðustu ár en á samfélagsmiðlum birti RÚV myndir af öllum þeim 47 sem hafa verið kosin Íþróttamaður ársins frá 1956. Fjórtán af þessum 47 hafa verið kosin oftast en einu sinni. Tíu íþróttagreinar hafa eignast Íþróttamann ársins en sú ellefta gæti bæst í hópinn í kvöld því íþróttafólk úr ólympískum lyftingum, skotfimi og fimleikum er tilnefnt að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins frá 1956 til 2024. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Í desember 2006 var kynntur til leiks nýr verðlaunagripur sem ætlaður er íþróttamanni ársins. Þjóðminjasafni Íslands var við þetta tækifæri falið að varðveita styttuna góðu sem hafði fylgt sæmdarheitinu Íþróttamaður ársins frá 1956. Nýi verðlaunagripurinn sem ÍSÍ gaf SÍ var hannaður af Sigurði Inga Bjarnasyni gullsmið en það var forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, sem afhenti formanni SÍ stofnskrá verðlaunagripsins og hann þar með til varðveislu næstu 50 árin. Íþróttamaður ársins mun einnig fá eignarbikar sem vísar til stóra verðlaunagripsins og hannaður er af sama gullsmið. Verkið er smíðað með vísun í náttúru Íslands sem mótað hefur þessa þjóð og hennar þrótt. Náttúra Íslands endurspeglast í margvíslegu efni verksins, lögun þess og litbrigðum. Þessir eiginleikar verksins vísa um leið til fjölbreytni íþróttanna og þess styrks og þeirrar þrautseigju sem einkenna afreksmenn íslenskra íþrótta hverju sinni.
Þau tíu sem eru tilnefnd að þessu sinni eru í stafrófsröð: Dagur Kári Ólafsson, fimleikar Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnu Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrnu Hildur Maja Guðmundsdóttir, fimleikar Jón Þór Sigurðsson, skotfimi Ómar Ingi Magnússon, handbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti - Þau þrjú sem eru tilnefnd sem lið ársins eru í stafrófsröð: Breiðablik í fótbolta kvenna Fram í handbolta karla Valur í handbolta kvenna - Þeir þrír sem eru tilnefndir sem þjálfari ársins eru í stafrófsröð: Ágúst Þór Jóhannsson, handbolti [Kvenna- og karlalið Vals] Dagur Sigurðsson, handbolti [Króatíska landsliðið] Heimir Hallgrímsson, knattspyrna [Írska landsliðið]
Íþróttamaður ársins Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ Sjá meira