Fann liðsfélaga sinn látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2026 19:47 Johan-Olav Botn lýsti áfallinu eftir að hafa fundið liðsfélaga sinn líflausan. Getty/Christian Manzoni Norski skíðamaðurinn Johan-Olav Botn hefur lýst áfallinu sem hann varð fyrir þegar hann fann vin sinn, Sivert Bakken, líflausan. Hann ræddi þessa hræðilegu upplifun við norska sjónvarpsstöð. Botn sagði frá því í viðtalinu að hann og Bakken hafi ætlað í skíðaferð morguninn sem Sivert Bakken fannst látinn. „Ég og Sivert ætluðum í skíðaferð klukkan níu þennan morgun. Ég ætlaði að koma við til að ná í bíllykilinn til að taka skíði og stafi úr bílnum, en þá fann ég hann líflausan í herberginu. Þetta var algjört áfall og skelfing. Það fyrsta sem maður gerir er að reyna að hjálpa,“ segir Johan-Olav Botn við TV2. Náði ekki sambandi við neyðarlínuna Hann segir enn fremur að hann hafi reynt að hringja í neyðarnúmer en ekki náð sambandi. Bakken fannst látinn á hótelherbergi sínu á Þorláksmessu í einkaæfingabúðum í Lavazé á Ítalíu. Norska skíðaskotfimissambandið hefur greint frá því að Bakken hafi verið með grímu á sér þegar hann fannst. Þetta er súrefnisgríma sem líkir eftir því að vera í mikilli hæð þar sem minna súrefni er í andrúmsloftinu. Dánarorsök er enn ókunn og því er óvíst hvort tengsl séu milli andlátsins og grímunnar. Á þriðjudag staðfesti lögmaður fjölskyldunnar að krufningarskýrslan úr réttarmeinafræðilegu rannsóknunum kæmi ekki fyrr en í mars. Þáði sálfræðiaðstoð „Ég hef því miður fylgst með öllum vangaveltunum. Ég óska þess að fólk virði aðstandendur, forðist vangaveltur og bíði með að draga ályktanir þar til rannsókn er lokið,“ segir Botn við sjónvarpsstöðina. Hann segir einnig að hann hafi fengið boð um – og þegið – sálfræðiaðstoð á vegum Ólympíunefndarinnar. „Það eru nokkrar myndir í höfðinu á mér sem ég geri mér grein fyrir að ég þarf að lifa með það sem eftir er ævinnar. Ég held að það sé skynsamlegt að finna leið til að lifa með þessum myndum,“ segir hann. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Botn sagði frá því í viðtalinu að hann og Bakken hafi ætlað í skíðaferð morguninn sem Sivert Bakken fannst látinn. „Ég og Sivert ætluðum í skíðaferð klukkan níu þennan morgun. Ég ætlaði að koma við til að ná í bíllykilinn til að taka skíði og stafi úr bílnum, en þá fann ég hann líflausan í herberginu. Þetta var algjört áfall og skelfing. Það fyrsta sem maður gerir er að reyna að hjálpa,“ segir Johan-Olav Botn við TV2. Náði ekki sambandi við neyðarlínuna Hann segir enn fremur að hann hafi reynt að hringja í neyðarnúmer en ekki náð sambandi. Bakken fannst látinn á hótelherbergi sínu á Þorláksmessu í einkaæfingabúðum í Lavazé á Ítalíu. Norska skíðaskotfimissambandið hefur greint frá því að Bakken hafi verið með grímu á sér þegar hann fannst. Þetta er súrefnisgríma sem líkir eftir því að vera í mikilli hæð þar sem minna súrefni er í andrúmsloftinu. Dánarorsök er enn ókunn og því er óvíst hvort tengsl séu milli andlátsins og grímunnar. Á þriðjudag staðfesti lögmaður fjölskyldunnar að krufningarskýrslan úr réttarmeinafræðilegu rannsóknunum kæmi ekki fyrr en í mars. Þáði sálfræðiaðstoð „Ég hef því miður fylgst með öllum vangaveltunum. Ég óska þess að fólk virði aðstandendur, forðist vangaveltur og bíði með að draga ályktanir þar til rannsókn er lokið,“ segir Botn við sjónvarpsstöðina. Hann segir einnig að hann hafi fengið boð um – og þegið – sálfræðiaðstoð á vegum Ólympíunefndarinnar. „Það eru nokkrar myndir í höfðinu á mér sem ég geri mér grein fyrir að ég þarf að lifa með það sem eftir er ævinnar. Ég held að það sé skynsamlegt að finna leið til að lifa með þessum myndum,“ segir hann.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira