Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 13:15 New York Rangers unnu ríkjandi meistara Florida Panthers í leik sem fór fram utandyra í Miami. Brian Babineau/NHLI via Getty Images Árlegi „Winter Classic“ leikurinn í NHL íshokkídeildinni fór ekki fram á norðurhveli Bandaríkjanna eða í Kanada þetta árið heldur í Miami í sólskinsríkinu Flórída. Umhverfis- og hefðarsinnar eiga það sameiginlegt að vera alls ekki ánægðir með þetta. Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður. Íshokkí Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Sjá meira
Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður.
Íshokkí Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Sjá meira