Komst við er hann ræddi Schumacher Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2026 07:00 Formúlu 1 goðsögnin og sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher Vísir/Getty Andy Wilman, framleiðandi, komst við er hann ræddi örlög þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem hann hafði kynnst í gegnum störf sín. Wilman sagði örlög Schumachers dapurleg, hann hefði gert svo mikið fullur heilsu í næsta kafla síns æviskeiðs eftir Formúlu 1 ferilinn. Wilman var aðalframleiðandinn á hinum geysivinsælu þáttum Top Gear með þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May og í gegnum starf sitt komst hann í kynni við sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarann Michael Schumacher. Lítið sem ekki neitt hefur spurst til Schumachers síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir rúmum tólf árum síðan eftir að ökumannsferlinum lauk. Í hlaðvarpsþættinum High Performance sagði Wilman frá kynnum sínum af Michael Schumacher og dylst engum hversu áhrifamikil þau kynni voru fyrir Wilman sem komst við er hann ræddi þýsku goðsögnina. Wilman og Jeremy Clarkson ræddu við Schumacher í þáttaröð sem bar nafnið The Superstars of Speed. Viðtalið var tekið á bar í Mugiello, bæ á Ítalíu þar sem að Ferrari liðið var við æfingar á þeim tíma. Það vakti athygli á sínum tíma og enn þann dag í dag hversu opinskár Schumacher var í viðtalinu. Þjóðverjinn var ansi erfiður við að eiga innan brautar og gerði gjörsamlega allt til þess að vinna. Meðal annars að keyra keppinauta sína út úr braut í baráttu þeirra um heimsmeistaratitilin í Formúlu 1. Ræddi hann það atvik í viðtalinu og greiddi götu Wilman og Clarkson að myndefni af umræddu atviki þegar að Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1 á þeim tíma, ætlaði að standa í vegi fyrir því. „Hann skipar stóran sess hjá mér þessi maður,“ sagði Wilman um Schumacher og komst auðsjáanlega við á þeirri stundu og þáttastjórnandinn Jake Humphrey spurði hann út í það. „Örlögin eru dapurleg,“ svaraði Wilman og átti þar við skíðaslysið sem Schumacher lenti í og örlög hans þar. „Maður með hans eiginleika. Á meðan fara aðrir kaldrifjaðir einstaklingar í gegnum lífið án þess að lenda í neinu. Hann hefði gert svo mikið sem sendiherra hvaða málsstaðar sem er sem hann hefði tekið að sér eftir ökumannsferilinn.“ Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Wilman var aðalframleiðandinn á hinum geysivinsælu þáttum Top Gear með þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May og í gegnum starf sitt komst hann í kynni við sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarann Michael Schumacher. Lítið sem ekki neitt hefur spurst til Schumachers síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir rúmum tólf árum síðan eftir að ökumannsferlinum lauk. Í hlaðvarpsþættinum High Performance sagði Wilman frá kynnum sínum af Michael Schumacher og dylst engum hversu áhrifamikil þau kynni voru fyrir Wilman sem komst við er hann ræddi þýsku goðsögnina. Wilman og Jeremy Clarkson ræddu við Schumacher í þáttaröð sem bar nafnið The Superstars of Speed. Viðtalið var tekið á bar í Mugiello, bæ á Ítalíu þar sem að Ferrari liðið var við æfingar á þeim tíma. Það vakti athygli á sínum tíma og enn þann dag í dag hversu opinskár Schumacher var í viðtalinu. Þjóðverjinn var ansi erfiður við að eiga innan brautar og gerði gjörsamlega allt til þess að vinna. Meðal annars að keyra keppinauta sína út úr braut í baráttu þeirra um heimsmeistaratitilin í Formúlu 1. Ræddi hann það atvik í viðtalinu og greiddi götu Wilman og Clarkson að myndefni af umræddu atviki þegar að Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1 á þeim tíma, ætlaði að standa í vegi fyrir því. „Hann skipar stóran sess hjá mér þessi maður,“ sagði Wilman um Schumacher og komst auðsjáanlega við á þeirri stundu og þáttastjórnandinn Jake Humphrey spurði hann út í það. „Örlögin eru dapurleg,“ svaraði Wilman og átti þar við skíðaslysið sem Schumacher lenti í og örlög hans þar. „Maður með hans eiginleika. Á meðan fara aðrir kaldrifjaðir einstaklingar í gegnum lífið án þess að lenda í neinu. Hann hefði gert svo mikið sem sendiherra hvaða málsstaðar sem er sem hann hefði tekið að sér eftir ökumannsferilinn.“
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira