Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Aron Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 19:57 Martin O´Neill er mættur aftur í þjálfaraúlpuna hjá Celtic. Vísir/Getty Gamli refurinn Martin O´Neill hefur aftur verið ráðinn þjálfari skoska stórliðsins Celtic, nú út tímabilið, eftir að maðurinn sem tók við stjórnartaumunum af honum í desember á síðasta ári entist aðeins þrjátíu og þrjá daga í starfi. Greint var frá því fyrr í dag að Wilfried Nancy hafi verið rekinn frá Celtic eftir að hafa aðeins stýrt liðinu í átta leikjum. Nancy, sem var áður þjálfari Columbus Crew í MLS deildinni í Bandaríkjunum, entist því aðeins þrjátíu og þrjá daga í starfi. Celtic tapaði sex af átta leikjum sínum undir stjórn Frakkans en kornið sem fyllti mælinn var 3-1 tap á heimavelli gegn erkifjendunum í Rangers um síðastliðna helgi. Eigendur Celtic virðast hvorki vita hvað snýr upp eða niður þegar kemur að þjálfaramálum liðsins en nú í kvöld var greint frá því að Norður-Írinn Martin O´Neill hefði verið ráðinn þjálfari Celtic út tímabilið. Téður O´Neill, sem hafði fyrr á sínum ferli stýrt Celtic, tók við liðinu á nýjan leik til bráðabirgða á síðasta ári þegar að Brendan Rodgers hætti sem stjóri Celtic undir lok október. O´Neill stýrði Celtic í átta leikjum fram í desember og vann liðið sjö af þeim leikjum en hann þurfti svo að víkja fyrir Nancy sem hefur nú verið látinn fara. Þrátt fyrir dapurt gengi upp á síðkastið situr Celtic í 2.sæti skosku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Hearts en með sama stigafjölda og Rangers en með betri markatölu í 2.sætinu. Skoski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Wilfried Nancy hafi verið rekinn frá Celtic eftir að hafa aðeins stýrt liðinu í átta leikjum. Nancy, sem var áður þjálfari Columbus Crew í MLS deildinni í Bandaríkjunum, entist því aðeins þrjátíu og þrjá daga í starfi. Celtic tapaði sex af átta leikjum sínum undir stjórn Frakkans en kornið sem fyllti mælinn var 3-1 tap á heimavelli gegn erkifjendunum í Rangers um síðastliðna helgi. Eigendur Celtic virðast hvorki vita hvað snýr upp eða niður þegar kemur að þjálfaramálum liðsins en nú í kvöld var greint frá því að Norður-Írinn Martin O´Neill hefði verið ráðinn þjálfari Celtic út tímabilið. Téður O´Neill, sem hafði fyrr á sínum ferli stýrt Celtic, tók við liðinu á nýjan leik til bráðabirgða á síðasta ári þegar að Brendan Rodgers hætti sem stjóri Celtic undir lok október. O´Neill stýrði Celtic í átta leikjum fram í desember og vann liðið sjö af þeim leikjum en hann þurfti svo að víkja fyrir Nancy sem hefur nú verið látinn fara. Þrátt fyrir dapurt gengi upp á síðkastið situr Celtic í 2.sæti skosku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Hearts en með sama stigafjölda og Rangers en með betri markatölu í 2.sætinu.
Skoski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira