Enski boltinn

Sak­felldur fyrir að fram­leiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
David Coote hefur brotið ýmis lög undanfarin ár.
David Coote hefur brotið ýmis lög undanfarin ár. Rob Newell - CameraSport via Getty Images

Fyrrum úrvalsdeildardómarinn David Coote hlaut níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að framleiða barnaníðsefni. Hann mun því ekki þurfa að sitja inni en mun sinna 150 klukkustunda samfélagsþjónustu.

Coote játaði sekt sína í október síðastliðnum, eftir að hafa upphaflega neitað sök, og dómur var uppkveðinn í dag.

Hann var sakfelldur fyrir að framleiða kynferðislegt myndefni af fimmtán ára barni. Myndbandið fannst á hörðum diski á heimili Coote og var síðast opnað í janúar 2020. 

Coote dæmdi síðast leik í ensku úrvalsdeildinni í október 2024 en var rekinn af enska knattspyrnusambandinu eftir að myndband þar sem hann úthúðaði Jürgen Klopp, þáverandi knattspyrnustjóra Liverpool, fór í dreifingu.

Ekki nóg með það heldur bannaði UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, Coote eftir að myndir af honum að sjúga hvítt duft í gegnum upprúllaðan peningaseðil á EM 2024 komu fram í dagsljósið.


Tengdar fréttir

Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi

Vandræði enska dómarans Davids Coote virðast engan endi ætla að taka. Nú er komið í ljós að hann reyndi að skipuleggja eiturlyfjapartí meðan hann var fjórði dómari á leik Tottenham og Manchester City í enska deildabikarnum í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×