Handbolti

Hafnaði Val og fer heim til Eyja

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hákon Daði skrifar undir í dag.
Hákon Daði skrifar undir í dag. Mynd/ÍBV

Hákon Daði Styrmisson er snúinn heim í raðir ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. 

Hákon Daði er 28 ára gamall vinstri hornamaður og hefur leikið í Þýskalandi um nokkurra ára skeið. Hann samdi við Gummersbach árið 2021 og hefur verið í Þýskalandi síðan.

Hann kemur til ÍBV frá B-deildarliði Eintracht Hagen sem hann hefur leikið fyrir í haust.

Ljóst hefur verið um hríð að hann væri á heimleið og átti hann í viðræðum við Val en ákvað heldur að semja við ÍBV. Eyjamenn kynntu um komu hans á samfélagsmiðlum í dag.

ÍBV situr í sjötta sæti Olís-deildar karla með 17 stig eftir 15 leiki, sjö stigum á eftir Val sem er á toppi deildarinnar. Næsti leikur liðsins er í byrjun febrúar eftir komandi Evrópumót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×