Lífið

„Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lágvaxnir karlmenn með hávaxnari kærustu er eitthvað sem tímaritið US Weekly segir sjóðheitt trend í ár.
Lágvaxnir karlmenn með hávaxnari kærustu er eitthvað sem tímaritið US Weekly segir sjóðheitt trend í ár. SAMSETT

Lágvaxnir karlmenn geta glaðst yfir nýjasta tískutrendi ársins 2026. Tímaritið US Weekly hefur nefnilega gefið það út að litlir kóngar (e. short kings), það er að segja lágvaxnir karlmenn, séu að trenda í ár. 

Miðillinn birti því til sönnunar myndaseríu frá Golden Globes hátíðinni í gærkvöldi þar sem lágvaxnir og glæsilegir karlmenn standa stoltir við hlið skvísunnar sinnar sem er töluvert hávaxnari. 

„Vogue tilkynnti að um þessar mundir væri vandræðalegt að eiga kærasta en við höfum ákveðið að ef þú átt kærasta sem er undir 180 sentimetrum þá sé það mjög töff,“ skrifar US Weekly meðal annars. 

Meðal þeirra sem voru tilnefndir litlir kóngar voru tónlistarframleiðandinn Benny Blanco, tónlistarmaðurinn Nick Jonas, leikararnir Dave Franco og Stephen Graham og að lokum Gus Wenner, ritstjóri Rolling Stone tímaritsins. 

Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas á Golden Globe í gær. Steve Granitz/FilmMagic
Elle Fanning og Gus Wenner sem er ultimate lítill kóngur. Gilbert Flores/2026GG/Penske Media via Getty Images
Hjartaknúsarinn, litli kóngurinn og súperstjarnan Stephen Graham og Hannah Walters glæsileg saman í gær.Monica Schipper/Getty Images
Hjónin Benny Blanco og Selena Gomez. Gomez er hærri en eiginmaður sinn en hún sjálf er 165 cm. Corine Solberg/PA Images via Getty Images





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.